Miðinn kostar 1500 krónur og rennur hluti ágóðans til góðgerðarmála hér í Mosfellsbæ. Stefnan er að jólahappdrætti verði árvisst hjá meistaraflokknum og ávalt fer hluti ágóðans í góðgerðarmál. Þetta árið mun mfl styrkja það góða starf sem unnið er í Reykjadal, en þar er rekið sumar- og vetrarnámskeið fyrir fötluð börn.
Frábærir vinningar sem eiga eftir að koma sér vel. Dregið er úr seldum miðum þann 23.des. Hringt verður í vinningshafa og einnig birtist vinningaskrá samdægurs á vef Aftureldingar.
www.afturelding.is/handbolti