Í fyrstu hrinu komst Afturelding í 8-0 og voru það helst sterkar uppgjafir sem ollu vandræðum hjá Þrótti. Afturelding vann hrinuna 25-8. Í annari hrinu var jafnara á með liðunum en Afturelding vann hrinuna 25-16 og síðan þriðju hrinu 25-10. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru Thelma Dögg Grétarsdóttir með 17 stig og Auður Anna Jónsdóttir með 13 stig. Hjá Þrótti Reykjavík var Sunna Þrastardóttir stigahæst með 6 stig.