Góður árangur sunddeildarinnar á ÍM 50

Sunddeild AftureldingarSund

Íslandsmeistaramótið í sundi í 50m laug var haldið af Sundsambandi Íslands helgina 11. – 13. apríl. Á mótinu kepptu margir fremstu sundmanna landsins og var keppnin hörð og góð og nokkur Íslandsmet slegin. Að þessu sinni voru fjórir iðkendur sem náðu lágmörkum inn á mótið og kepptu fyrir hönd Aftureldingar en það voru þau Bjarkey Jónasdóttir, Bjartur Þórhallsson, Davíð Fannar Ragnarsson og Huginn Hilmarsson en auk þess keppti Fanney Rut Kristbjörnsdóttir í blandaðri boðsundssveit liðsins.

Krakkarnir stóðu sig mjög vel á mótinu og náðu góðum árangri, flest bættu þau sig eða syntu nálægt  sínum bestu tímum sem telst vera mjög gott á stórmóti sem þessu. Huginn náði mjög góðum árangri í 200m skriðsundi þar sem hann kláraði sundið á tímanum 2:07:37 eftir ótrúlega spennandi keppni um 3. sætið. Úrslit sundsins réðust ekki fyrr en á síðustu metrunum þegar að Huginn komst fram úr mótherja sínum og tryggði sér bronsverðlaunin.

Til hamingju með árangurinn  á mótinu öll sömul!

Sunddeild Aftureldingar