Blak búðir um helgina

Blakdeild AftureldingarBlak

Um 120 krakkar hafa verið valin af félögum sínum til að taka þátt í búðunum og hafa þær aldrei verið stærri og koma þátttakendur  alls staðar af landinu.  Yfirþjálfarar búðanna verða Daniele Capriotti og Rodgerio Ponticelli þjálfarar A landsliða kvenna og karla og verða  U17 og U19 landsliðsþjálfarar þeim til aðstoðar, en landsliðsþjálfari U17 stúlkna er Miglena Apostolova nýkrýndur Íslandsmeistar í blaki með Aftureldingu. Eftir þessar afreksbúðir munu landsliðsþjálfarar U17 og U19 liðanna velja æfingahópa og í kjölfarið landsliðshópa sem taka þátt í N-Evrópu mótunum sem fram fara í Englandi og Danmörku í haust.  Samhliða afreksbúðunum verður haldið þjálfaranámskeið  sem landsliðsþjálfararnir stýra auk þess sem verða landsliðsæfingar  hjá A landsliðum kvenna og karla einnig, undan afreksbúðunum og eftir að þeim lýkur. Svo það verður mikið fjör að Varmá alla helgina en búðirnar standa frá föstudegi til sunnudags.