Liverpoolskólinn á Tungubökkum um síðustu helgi

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Um helgina fór Liverpool skólinn á Íslandi fram í fjórða skipti á Tungubökkum. Skólinn hefur verið samstarfsverkefni hins sögufræga stórliðs, Liverpool FC og Aftureldingar. Til samstarfs hafa svo fyrrgreind félög fengið Þór til að annast viðbótar skóla á Akureyri sem fram fer nú í vikunni, í beinu framhaldi af skólanum í Mosfellsbæ.

Knattspyrnuskólinn í ár er sá fjölmennasti hingað til, bæði hvað varðar iðkendur og þjálfara. Rétt tæplega 200 börn sóttu skólann í Mosfellsbæ en tæplega 70 börn á Akureyri. Hingað til lands komu 12 þjálfarar frá Liverpool International Football Academy og til viðbótar við þá eru 12 aðstoðarþjálfarar frá Aftureldingu sem aðstoða og túlka einnig fyrir börnin. Mikil ánægja ríkti meðal barna og foreldra og er óhætt að segja að skólinn í ár hafi verið sá best heppnaðasti hingað til.

Hvert einasta ár hafa þjálfarar Liverpool haft á orði að hvergi í heiminum sé umgjörðin eins vönduð og góðog á Íslandi, samstarf og dugnaður sjálfboðaliða sem bera uppi starfið einstakt. Knattspyrnudeild Aftureldingar er þeim fjölda sjálfboðaliða sem lagt hefur hönd á plóg við framkvæmd skólans ákaflega þakklát, án þeirra væri ómögulegt að gera skólann eins vel úr garði og raun ber vitni.

Einnig þakkar knattspyrnudeild þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem leggja verkefninu lið með ýmsum hætti. Þar ber helst að nefna: Matfugl, MS, Mosfellsbakarí, Hamborgarafa-brikkan, Re Act, Hvíti riddarinn, Kjötbúðin, Mosfellingur, Papco, Nonni litli, Fiskbúðin Mos og fleiri.