Sigur á Þrótti Nes í kvöld, annar leikur á morgun kl 13:15

Blakdeild AftureldingarBlak

Einnig hafa orðið breytingar á liði Aftureldiingar og lítur hópurinn vel út. Þróttarar byrjuðu fyrstu hrinu betur og var smá hik á Aftureldingarstelpum í upphafi leiks. Í stöðunni 9-4 fyrir Þrótt tók Afturelding við sér og voru það sterkar uppgjafir sem voru að skapa erfiðleika hjá Þrótturum. Afturelding vann fyrstu hrinuna nokkuð örugglega 25-15. Í annari hrinu var Afturelding með öll tök á leiknum og vann hrinuna nokkuð örugglega 25-12. Í þriðju hrinu náði Þróttur að veita Aftureldingu keppni en svo fór að lokum að Afturelding vann hrinuna 25-22. Stigahæstar hjá Aftureldingu voru Auður Anna Jónsdóttir með 14 stig og Thelma Dögg Grétarsdóttir með 12 stig. Hjá Þrótti voru stigahæstar María Rún Karlsdóttir með 5 stig og Eydís Gunnarsdóttir með 4 stig. Sömu lið eigast við á morgun í N1 höllinni kl. 13:15 en í ár er leikin fjórföld umferð í Mizuno-deild kvenna.