Sara Lea semur við Aftureldingu

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Það er knattspyrnudeild mikil ánægja að tilkynna að samningar hafa verið undirritaðir við miðvörðinn efnilega Söru Leu Svavarsdóttur sem er 15 ára gömul og uppalin í Aftureldingu.  

Sara hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið reglulega með 2.flokki félagins undanfarin tvö ár ásamt því að spila með 3.flokki. Hún var verðlaunuð fyrir góða frammistöðu í sumar þegar hún var kölluð í leikmannahóp meistaraflokks fyrir leik gegn Breiðablik í Pepsideildinni en hún kom við sögu í einum leik með meistaraflokki í Lengjubikarnum í vetur.

Sara Lea er sterkur og yfirvegaður leikmaður sem les leikinn vel og hefur getið sér orð sem einn efnilegasti varnarmaður sem Afturelding hefur eignast. Hún verður 16 ára í desember og hefur tekið þátt í verkefnum með U17 kvennalandsliðinu og væntir knattspyrnudeild mikils af henni á næstu árum hjá félaginu.