Framtíðin er björt í blakinu

Blakdeild AftureldingarBlak

Þá er nýlokið íslandsmóti 4. og 5. flokks sem haldið var í Kórnum í Kópavogi  helgina 9-10 þessa mánaðar. Samhliða var haldið mót fyrir 6-7 flokk en þau spiluðu sína leiki á laugardagsmorgninum. Afturelding var þarna með eitt lið í 4. flokki blandað drengjum og stúlkum. Liðið gerið sér lítið fyrir og kom heim með Íslandsmeistaratitil. Þá vorum við með eitt stúlknalið og eitt blandað lið í 5. flokki, þar var meira á brattann að sækja og lenti stúlkna liðið í 6. sæti en það blandaða 10. sæti. Í yngsta árganginum, 6. flokk, áttum við hvorki meira né minna en 2 lið sem sýndu flotta takta en skipuðu 4. og 5. sæti. Nokkur aukning hefur verið á iðkendum í yngstu flokkunum á önninni og er það afar gleðilegt. Við erum þar með afar efnilega framtíðar blakara.