Stelpurnar OKKAR í 1.deildinni stóðu í ströngu í bikarkeppni BLÍ á Húsavík í kvöld. Heimastúlkur í Völsungi unnu tvær fyrstu hrinurnar nokkuð öruggt 25-16 og 25-16. Þá tóku okkar konur við sér, enda vel upphitaðar eftir taphrinurnar og unnu næstu tvær 25-15 og 25-23. Það var því leikin æsispennandi oddahrina og loks stundi Munda: Sigur Aftureldingar í höfn. Unnu oddahrinu 15-13 (sneru stöðunni úr 9-12 í 15-13) og leikinn þar með 3-2