Magnað maraþon

KnattspyrnudeildKnattspyrna

3. flokkur karla Knattspyrnudeildar Aftureldingar heldur í keppnisferð til Barselóna í sumar. Til að afla fjár til ferðarinnar tóku piltarnir sig til og að spiluðu knattspyrnu sleitulaust í 12 klst, laugardaginn 12. maí síðast liðinn. Vinum, vandamönnum og bæjarbúum gafst svo kostur á að heita á knattspyrnuhetjurnar. Áheitasöfunun gekk mjög vel en á aðra milljón króna söfunuðust.

Þetta var langur, þreyttur en mjög skemmtilegur og eftirminnilegur dagur.

Strákanir vilja nota þetta tækifæri og senda kærar þakklætiskveðjur til styrktaraðila og bæjarbúa allra fyrir stuðninginn!