Ganga þarf frá skráningu og greiðslu innan tveggja vikna frá því að æfingar hefjast.

Afslættir: Veittur er 10% fjölgreina- eða fjölskylduafsláttur. Ef systkin/foreldri æfa saman hjá karatedeildinni fá þau hvort um sig 10% afslátt af æfingagjöldum. Ef iðkandi æfir aðra grein hjá Afturelding er veittur 10% afsláttur. Afslættir reiknast frá og með skráningu iðkanda tvö í Sportabler.

Frístundaávísun: Tekið er við frístundaávísun Mosfellsbæjar og frístundakorti Reykjavíkur sem greiðslu. Nánari upplýsingar um frístundaávísun og frístundakort má finna á heimasíðu Mosfellsbæjar og Reykjavíkur.

Greiðsluform: Hægt er að greiða æfingagjöldin í gegnum Sportabler greiðslukerfið með greiðslukorti eða fá sendan greiðsluseðil í heimabanka. Ef greitt er með greiðsluseðlum bætist útskriftargjald kr. 390 við hverja greiðslu. Ekki er hægt að millifæra æfingagjöld á reikning deildarinnar.

Um Sportabler: Afturelding notar skráningarkerfið Sportabler, vefskráningar-, greiðslu- og samskiptakerfi, sem er sérhannað fyrir íþróttafélög til að halda utan um iðkendaskráningu, æfingagjöld og mætingu. Forráðamenn sjá sjálfir um skráningu sinna barna á netinu og þannig má gera ráð fyrir að skráningarupplýsingar séu alltaf réttar. Mælt er með því að forráðamenn hlaði niður Sportabler appi í snjallsíma (Android og Iphone) til að hafa sem besta yfirsýn yfir æfingar og eiga í góðum samskiptum við þjálfara.

Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur: Hægt er að sækja um styrk fyrir æfingagjöldum í Minningarsjóð Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur sem m.a. styrkir efnaminni leikmenn til þátttöku í íþróttum með Aftureldingu. Hlutverk sjóðsins kemur fram í 2. grein úthlutunarreglna hans:

Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrkt til keppnisferða eða þjálfunarferða sbr. ákvæði í 3.gr. skipulagsskrár. 

Tekið er við umsóknum í sjóðinn allt árið.  Sjá nánar á svæði Aðalstjórnar: https://afturelding.is/afturelding/minningarsjodur