Toppmótið í hópfimleikum verður haldið hjá okkur í Aftureldingu næstkomandi laugardag, 24. febrúar.
Toppmótið er fyrsta mótið þar sem keppt er eftir nýjum keppnisreglum í hópfimleikum. Alls eru 9 lið skráð til keppni. En mótið er einnig partur af undankeppni fyrir NM unglinga sem að fram fer í Finnlandi í apríl.
Þetta verður sannkölluð fimleikaveisla í okkar heimbæ og ég hvet foreldra og iðkendur til að mæta og horfa á þessar frábæru fyrirmyndir í íþróttinni okkar.