Afturelding á tvo fulltrúa í U17 karla

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Afturelding á tvo uppalda leikmenn í U17 landsliði karla sem tekur þátt í milliriðli í undankeppni EM. Mótið fer fram í Hollandi 7.-13. mars n.k. 
Þetta eru þeir Ísak Snær Þorvaldsson sem leikur með Norwich á Englandi og Jökull Andrésson markmaður sem leikur með Reading á Englandi.
Þorlákur Árnason landsliðsþjálfari stýrir liðinu í þessum leikjum. Mótherjar Íslands verða Holland, Tyrkland og Ítalía.
Knattspyrnudeild Aftureldingar óskar strákunum góðs gengis í þessum leikjum.