Æfingar í badminton hefjast 3. september – Sara nýr þjálfari

Ungmennafélagið Afturelding Badminton

Æfingar í badmintondeild Aftureldingar hefjast þriðjudaginn 3. september næstkomandi. Vonast deildin til að sjá sem flest börn á æfingum í vetur en æfingar fara fram í sal 2 í íþróttahúsinu að Varmá.
Tímataflan fyrir yngri hópinn er eftirfarandi:
Hópur 6-8 ára – börn fædd 2010 – 2012
Þriðjudagar kl. 17:30-18:30
Miðvikudagar kl. 16:30-17:30
Hópur 9-11 ára – börn fædd 2007 – 2009
Þriðjudagar kl. 18:30-19:30
Miðvikudagar kl. 16:30 -17:30
Fimmtudagar kl. 18:30 – 19:30

6-8 ára og 9-11 ára verða saman á æfingum á miðvikudögum.
Allar æfingar eru í sal 2 að Varmá.

Búið er að opna fyrir skráningar á https://afturelding.felog.is/
Þjálfarateymið okkar verður skipað eftirfarandi þjálfurum: Árni Magnússon (þriðjudagar) og Sara Jónsdóttir (miðvikudagar og fimmtudagar). Sara er ný í teyminu hjá okkur, hún er fyrrum landsliðskona í badminton og hefur keppt á fjölda alþjóðlegra móta, meðal annars í tvíliðaleik á heimsmeistaramótinu árið 2005 með Rögnu Ingólfsdóttur. Bjóðum Söru velkomna í teymið okkar. Hlökkum til samverunnar með ykkur í vetur