BLAK æfingabúðir

Blakdeild Aftureldingar Blak

Blakdeild Aftureldingar hefur um árabil haldið úti æfingabúðum fyrir þátttakendur í 1-6 deild Íslandsmótsins og eru nýliðar einnig velkomnir.  Þjálfara í búðunum eru þjálfarar úrvalsdeilda liða félagsins en á komandi leiktíð

eru það:

Piotr Poskrobko sem er nýr þjálfari á Íslandi og mun þja úrvalsdeildarlið kvenna.  Hann hefur þjálfað í efstu deild  Super liga í Póllandi ásamt því að spila þar og er mjög reyndur þjálfari.

Piotr Kempisty sem er íslendingum vel kunnur en hann hefur spilað og þjálfað hjá félaginu undanfarin 2 ár en áður spilaði hann og þálfaði hjá KA þar sem hann vann til fjölda titla bæði sem einstaklingur og með liði KA.

Radoslaw Rybak, sem kom til liðs Aftureldingar síðasta haust en hann er fyrrverandi landsliðsmaður með Pólska landsliðinu og hefur m.a. tekið þátt á Olympíuleikunum.

Búðirnar eru getuskiptar:

Laugardagur: fyrir leikmenn í 1,2, og 3.deild og sunnudagurinn er fyrir 4., 5. og 6. deild ásamt nýliðum og þeim sem ekki taka þátt í deildarkeppni BLÍ.

Æfingar standa frá kl 9:00-15:30 með hádegishléi þar sem boðið verður upp á hádegisverð.

Æfingabúðirnar er liður deildarinnar í fjármögnun félagsins en félagið heldur úti öflugu starfi fyrir alla aldurshópa.

Þátttökutilkynningu í búðirnar sendast á netfangið:  blakdeildaftureldingar(hja)gmail.com

Allar upplýsingar er að finna á facebook viðburði Blakdeildarinnar.

https://www.facebook.com/events/366636613872836/