Knattspyrnudeild Aftureldingar uppskar heldur betur á lokahófi Fótbolta.net sem haldið var á föstudaginn.
Stelpurnar okkar sem spiluðu í erfiðri Inkasso-deild í sumar áttu efnilegasta leikmann deildarinar, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. En einnig áttum var Janet Egyr valin í úrvalslið ársins. Þær Cecilía Rán, Inga Laufey, Eva Rut og Hafrún Rakel fengu allar atkvæði í úrvalsliðið. Aldeilis björt framtíð hjá okkar stelpum.
Strákarnir, sem sigruðu ákaflega spennandi 2. deild áttu tvo leikmenn í byrjunarliði úrvalsliðins, þá Andra Frey Jónasson og Loic Ondo. Varamannabekkur úrvalsliðsins er að mestu leiti Mosfellskur. Þar sitja þeir Andri Þór Grétarsson, Jose Dominguez, Wentzel Steinarr R Kamban og Jason Daði Svanþórsson.
Þeir Andri Már Hermannsson, Sigurður Kristján Friðriksson, Hafliði Sigurðarson og Alexander Aron Davorsson fengu einnig atkvæði.
Að lokum var Andri Freyr valinn besti leikmaður deildarinnar með langflest atkvæði.