Afturelding leikur í JAKO næstu fjögur árin

Ungmennafélagið Afturelding og Namo ehf. hafa gert með sér samning til næstu fjögurra ára og mun Afturelding leika í fatnaði frá JAKO. Samningurinn tekur gildi í dag 1. október og gildir fram á mitt ár 2022.

Afturelding hefur leikið í fatnaði frá Errea undanfarin átta ár. Í byrjun árs var leitað tilboða hjá búningaframleiðendum á Íslandi, félaginu bárust nokkur tilboð. Búninganefnd, sem samanstendur af fulltrúum frá hverri deild, valdi að lokum á milli þriggja aðila með tilliti til framboðs og verðs. Þar varð JAKO hlutskarpast.

„Afturelding hefur átt í góðu samstarfi við Errea sl. 8 ár og þökkum við þeim kærlega fyrir samstarfið,“ segir Birna Kristín Jónsdóttir, formaður Aftureldingar. „Það er með tilhlökkun sem við hefjum á ný samstarf við JAKO og væntum mikils af samstarfinu.“

Nýr keppnisbúningur félagsins er í framleiðsluferli og verður tilbúin síðar í vetur. Hægt er að sjá þær vörur sem eru boði fyrir Aftureldingu með því að smella hér.

Tilboðsvika á nýjum Aftureldingarvörum frá JAKO er á döfinni og verður auglýst betur þegar nær dregur. Hægt er að máta, kaupa og merkja allar flíkur í verslun Namo að Smiðjuvegi 74 (gul gata). Fulltrúar frá JAKO munu svo koma í heimsókn til okkar til Aftureldingar á næstu vikum þar sem hægt verður að næla sér í fatnað og sérstöku tilboðsverði.

https://jakosport.is/voruflokkur/ithrottafelog/afturelding/


Birna Kristín Jónsdóttir, formaður Aftureldingar, og Jóhann Guðjónsson frá Namo ehf. handsala nýjan samstarfssamning.