Thelma Dögg færir sig til Slóvakíu

Ungmennafélagið Afturelding Blak

Landsliðskonan okkar, Thelma Dögg Grétarsdóttir skrifaði í dag undir samning við slóvakíska liðið Zdruzenie sportovych klubov Univerzity Konstantina Filozofa Nitra (VK Nitra). Á síðasta tímabili lék Thelma með VBC Galina í svissnesku úrvalsdeildinni þar sem Thelma var sjöundi stigahæsti leikmaðurinn í deildinni.

VK Nitra leikur í slóvakísku úrvalsdeildinni og spiluðu þær fyrsta leikinn í deildinni á laugardaginn. Leikurinn tapaðist 3-0 gegn VTZ Pezinok – Bilíkova. Thelma flýgur út á fimmtudaginn og gerir ráð fyrir að spila næsta leik. Næsti leikur VK Nitra er á laugardaginn kl 15 að íslenskum tíma gegn STRABAG Volleyball Club FTVŠ UK Bratislava.

Thelma Dögg hefur verið lykilleikmaður í íslenska landsliðinu á síðustu árum og einn sterkasti sóknarmaður landsliðsins. Thelma segist vera nokkuð spennt og segist hlakka til þess að sjá umhverfið en hún segir blakið í Slóvakíu töluvert ólíkt því sem hún kynntist í Sviss.

Hægt er að fylgjast með slóvakísku deildinni hér.