Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið landsliðshópinn sem leikur í úrslitakeppni Evrópumótsins sem leikin verður á Írlandi í næsta mánuði. Afturelding á einn fulltrúa í hópnum en það er Róbert Orri Þorkelsson sem hefur verið fastamaður í liði U17 ára liðsins í undankeppninni fyrir lokakeppni EM.
Róbert hefur verið hluti af meistaraflokki karla síðustu misseri og lék 16 leiki með Aftureldingu í 2. deild karla á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark. Hann hefur leikið tvo leiki með Aftureldingu í Mjólkurbikarnum í vor og skorað eitt mark. Róbert nær leik Aftureldingar gegn Grindavík í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins næstkomandi þriðjudag áður en hann heldur til Írlands með U17 ára liðinu.
Við óskum Róberti og U17 ára liðinu góðs gengis í Írlandi og hlökkum til að fylgjast með framgangi okkar manns.