Þorsteinn Gauti genginn til liðs við Aftureldingu

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson er genginn til liðs við Aftureldingu en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Ljóst er að Afturelding ætlar sér áfram stóra hluti boltanum.

Í vetur var Þorsteinn Gauti einn besti leikmaður deildarinnar og varð meðal annars fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar.  Undanfarin ár hefur Þorsteinn Gauti leikið með Fram en áður lék hann með uppeldisfélagi sínu Þrótti. Á myndinni sjást Þorsteinn Gauti og Haukur Sörli Sigurvinsson formaður meistaraflokksráðs handsala samninginn.  Mikill liðsstyrkur fyrir Handknattleiksdeild Aftureldingar.