Landsliðsverkefni U-liðanna lokið

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

NEVZA mót U17 og U19 er nú lokið en U17 spilaði mótið í Danmörku og U19 var haldið í Færeyjum.  Afturelding átti fulltrúa í kvennaliðum U17 og U19 og var það sami leikmaðurinn sem var Sunna Rós Sigurjónsdóttir og vann hún til bronsverðlauna með íslenska U17 ára landsliðinu. U17 strákarnir unnu til silfurverðlauna á mótinu.  Þjálfarar U17 kvennaliðsins voru leikmenn meistaraflokkanna okkar, Thelma Dögg Grétarsdóttir og Atli Fannar Pétursson.

U19 kvennaliðið tapaði leiknum um bronsið á móti Noregi í oddahrinu og endaði því í 4.sæti mótsins. Aðstoðarþjálfari kvennaliðs U19 var Daníela Grétarsdóttir og sjúkraþálfari í báðum ferðum var leikmaður neðri deilda blakdeildar, Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir.    Við óskum leikmönnum, þjálfurum og starfsmönnum liðanna til hamingju með árangurinn.