Undanfarnar vikur hafa æfingar Aftureldingar farið fram í gegnum fjarbúnað. Deildirnar keppast um að halda iðkendum á tánum með fjölbreyttum og skemmtilegum hætti. Í gegnum sideline appið hafa flestir þjáflarar gert ákaflega vel og sent út æfingar alla þá daga sem æfingar eiga að vera. Svokallaðar Zoom æfingar hafa einnig verið haldnar til að brjóta upp daginn, og svo að iðkendur fái að sjá og spjalla við þjálfarana sína og hvert annað.
En nú bætum við í heimaæfingar, Knattspyrnudeild Aftureldingar skorar á alla iðkendur félagsins!
Endilega notið hugmyndunarflugið og góða skapið. Verðlaun verða meðal annars veitt fyrir frumlegustu útgáfuna!
Við tökum við myndböndum í gegnum spjallið á facebook síðunni okkar https://www.facebook.com/umfafturelding
Lokadagur til að senda inn myndbönd verður 5. nóvember. Drögum út þann 6. nóv.
Vertu með!