Nýr rekstrarstjóri BUR knattspyrnudeildar Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Knattspyrna

Árni Bragi – Nýr rekstrarstjóri barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Aftureldingar

Í framhaldi af endurskipulagningu á barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Aftureldingar hefur Árni Bragi Eyjólfsson verið ráðinn í fullt starf sem rekstrarstjóri barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar. Árni Bragi er þrítugur Akureyringur með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað sem íþróttafulltrúi Aftureldingar í afleysingum fyrir Hönnu Björk sem er að koma til baka eftir barneigna orlof.

Tilgangur og markmiðið með þessum breytingum, að skipa rekstrarstjóra í fullt starf, er að skipuleggja og stjórna starfsemi barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar í samráði við yfirþjálfara yngri flokkar en undir ráðið heyra 2. – 8. flokkur kvenna og karla. 

Barna – og unglingaráð knattspyrnudeildar er ótrúlega stolt af að fá Árna Braga að borðinu til að leiða þessar breytingar ásamt öflugu teymi yfirþjálfara, þjálfurum deildarinnar og BUR. Fyrst og fremst til að efla starf yngri flokka sem og bæta þjónustu við iðkendur, foreldra og forráðamenn.

Árni Bragi tekur formlega til starfa sem rekstrarstjóri barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar 1. september.

Velkomin Árni Bragi.