Varningur fyrir: Í Túninu heima til sölu í Aftureldingarbúðinni að Varmá

Blakdeild Aftureldingar Afturelding

Þriðjudaginn 22.ágúst og fimmtudaginn 24.ágúst kl 17:00-20:00 er hægt að versla varning tengdum bæjarhátíðinni okkar : Í Túninu Heima !!! Til sölu eru:  Fánar á flaggstangir með logóinu á, Þríhyrningsfánar (15metrar) undir þakskegg eða milli ljósastaura t.d.  Klapphendur með ljósi í, Blöðrur ,20 stk í pakka og einnig til að búa til fígúruru úr – langar mjóar.  

Íslandsmeistaratitill í strandblaki kvenna !!!

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Íslandsmótið í strandblaki var haldið í Kjarnaskógi á Akureyri um liðna helgi. Frábær þátttaka var í mótinu og spilað í tveimur karladeildum og 4 kvennadeildum ásamt unglingadeild, og markar þetta lok strandblakssumarsins og upphaf inniblaksins hjá mörgum.   Okkar kona; Thelma Dögg Grétarsdóttir  ásamt spilafélaga sínum Hjördísi Eiríksdóttur urðu Íslandsmeistarar eftir sigur á Daníelu Grétarsdóttur og hennar spilafélaga, Margréti sem …

Karate byrjar aftur í september! 🥋👊

Karatedeild Aftureldingar Karate

Æfingar hjá karatedeild Aftureldingar hefjast mánudaginn 4.  september 2023 Framhaldshópar og fullorðnir byrja þriðjudaginn 5. september 2023 Framhaldsiðkendur færast sumir á milli flokka Byrjendur byrja mánudaginn 4. september 2023 Allir nýjir iðkendur eru velkomnir og hægt er að prófa í tvær vikur án skuldbindingar (4 æfingar) Allir nýjir iðkendur fá karategalla (gi) þegar búið er að greiða æfingagjöld Forráðamenn eru …

Æfingabúðir í Danmörku

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Takk fyrir geggjaða 8 daga ! Í síðutu viku eða dagana 17. júní til 24. júní fóru elstu hópar fimleikadeildarinnar til Danmerkur í æfingabúðir. Við fengum að leigja skóla og einn flottasta fimleikasal Evrópu í bænum Helsinge. Gisting, matur og aðstaða til að æfa sem var allt á sama staðnum. Ferðin var vel skipulögð af þjálfurum og fararstjórum og heppnaðist …

Sumarlokun skrifstofu Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Óflokkað

  Skrifstofa Aftureldingar lokar vegna sumarleyfa í tvær vikur, frá og með mánudeginum 10. júlí og opnum aftur mánudaginn 24. júlí. Njótið sumarsins og sjáumst aftur í lok júlí.

Aftureldingarbúðin komin á sportabler

Blakdeild Aftureldingar Afturelding

Nú er hægt að versla og greiða fyrir vörur úr Aftureldingarbúðinni að Varmá heima í stofu og svo er bara að mæta að Varmá og sýna kvittun af kaupunum í afgreiðslunni og fá vörurnar afhentar. Linkurinn á búðina er á heimasíðu félagsins og hægt er að sjá myndir af öllum vörunum þegar maður opnar hverja vöru fyrir sig. Einnig er …

Íslenska karlaliðið í blaki á lokamóti Evrópskra smáþjóða

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Afturelding á tvo fulltrúa í íslenska karlalandsliðinu sem tekur nú þátt í lokamóti Evrópskra smáþjóða sem spilað er  í Edinborg í Skotlandi. Fulltrúar  Aftureldingar eru Atli Fannar Pétursson og Hafsteinn Már Sigurðsson sem báðir spila með karliði félagsins og þjálfa yngri iðkendur.  Íslensku strákarnir héldu erlendis í gær, miðvikudag og spiluðu fyrtsa leikinn í dag sem þeir töpuðu 3-1  gegn …

Sumarnámskeið

Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar Frjálsar

Frjálsíþróttadeild og Sunddeild Aftureldingar sameina krafta sína í sumar og halda heilsdagsnámskeið fyrir krakka fædd 2013 til 2016. Í ár verður boðið uppá heildagsnámskeið sem sunddeildin og frjálsar vinna saman að. Á námskeiðinu munu krakkarnir fá að kynnast frjálsum íþróttum og fá þjálfun í grunnhæfni sunds. Mæting er með krakkann í Vallahúsið að Varmá frá 8:30 til 9:00, fyrir hádegi …

Aftureldingarfólk með gullið og Evrópumeistarar Smáþjóða í blaki kvenna

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Í dag, sunnudag, spilaði íslenska kvennalandsliðið í blaki til úrslita um Evrópumeistaratitil Smáþjóða en lokakeppnin fór fram í Luxemborg. Úrslitaleikurinn var á milli Skotlands og Íslands og vann Ísland leikinn 3-2. Afturelding var með 4 leikmenn í íslenska landsliðinu auk þjálfara og fararstjóra. Í lok mótsins er valið draumalið mótsins og átti Ísland 3 leikmenn í liðinu og koma þeir …

Fjórar úr Aftureldingu með A landsliði kvenna.

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Afturelding á 4 leikmenn í A landsliði kvenna í blaki en Ísland tekur þátt í lokamóti Smáþjóða sem fram fer í Luxemborg þessa dagana. Leikmenn Aftureldingar eru: Daníela Grétarsdóttir, Thelma Dögg Grétarsdóttir, Tinna Rut Þórarinsdóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir.  Fararstjóri hópsins kemur einnig úr röðum Aftureldingar;  Einar Friðgeir Björnsson  sem og þjálfari liðsins sem er Borja  Gonzales Vincente þjálfari karla- …