Laugardaginn 18. nóvember var þriðja og síðasta Grand Prix mót ársins haldið, en það er bikarmótaröð ungmenna 12-18 ára. Alls voru 93 þátttakendur skráðir til keppni og var karatedeildin með sex skráða keppendur, alla í kata. Allir keppendur komust í verðlaunasæti og fengu tvö þeirra gull! Frábær árangur hjá þessum efnilegu krökkum! KEPPENDUR OG VERÐLAUN Alex Bjarki Davíðsson – kata 12 …
Góður árangur á heimsbikarmóti
Dagana 24.-26. nóvember 2023 tók Þórður Jökull Henrysson þátt í heimsbikarmóti series A sem haldið var í Portúgal. Mótið er gríðarlega sterkt og fjölmennt en alls voru 128 skráðir til leiks flokkinn kata senior male. Þórður náði ágætis árangri og endaði í 57 sæti. Heimsbikarmótin veita stig inn á alþjóðlega heimslistann og er Þórður nú í 214 sæti í senior …
Syndum átakið lokið með flottum árangri
Í nóvember tók Sunddeild Aftureldingar þátt í Syndum átakinu sem er sameiginlegt verkefni SSÍ og ÍSÍ. Við setum okkur markmið að synda yfir 720km yfir mánuðinn og tókst okkur en betur til og syntum í heildina 740km. Heildina tóku 70 krakkar þátt í verkefninu með okkur úr 6 hópum allt frá 1 bekk upp í 10 bekkjar sundmenn. Flottur árangur …
Verkefnin eru mörg í Aftureldingu
Nú styttist í að fyrri hluta keppnistímabilsins ljúki hjá körfuboltafólki í Aftureldingu en núna um helgina voru fjölmargir leikir spilaðir af okkar fólki. 5.bekkurinn, sem kallast minnibolti 10 ára, spilaði í glæsilegum Ólafssal þeirra Hafnfirðinga. Leikið var í 2. umferð Íslandsmótsins og sendum við tvö lið til keppni. Skemmst frá því að segja að af 8 leikjum sem leiknir voru …
Íþróttaskóli barnanna
Íþróttaskóla barnanna á þessari önn lauk í dag með jólaívafi og smá veitingum og gjöfum og þakkar íþróttaskólinn öllum fyrir þáttttökuna í haust og hlökkum til að sjá alla aftur í janúar. Næstu námskeið byrja þann 20. janúar og hefur þegar verið opnað fyrir skráningu á sportabler. Eftir áramót verður einnig í boði hópur fyrir börn fædd 2021 og verða …
Landsliðshópar KKÍ
KKÍ og landsliðsþjálfarar hafa valið æfingahópa sem æfa í desember. Um er að ræða fyrstu æfingahópa, liðin hittast svo nokkrum sinnum í vetur og næsta vor áður en endanlegir hópar verða valdir í verkefni sumarsins 2024. Við í Aftureldingu erum ákaflega stolt af því að eiga fjóra fulltrúa í þessum æfingahópum í ár. Þau sem valinn voru frá okkur eru …
Geggjuð Rallý á Meistaramóti BH
Meistaramót BH fór fram dagana 24-26 nóv 2023 og tóku 10 iðkenndur úr Aftureldingu þátt. Afturelding náði í silfur bæði í tvennda og tvíliða karla í 2.deildinni. Hérna má sjá brot af þeim geggjuðu rallýum sem náðust á youtube. Anna Bryndís og Andrés náðu silfri í tvennda og Þorvaldur og Gauti náðu silfri í tvíliða.
Afturelding áfram í VÍS bikarnum
Á laugardaginn mætti 9. flokkur Aftureldingar liði Grindavíkur í VÍS bikarnum. Leikurinn var heimaleikur Greindvíkinga og fór hann fram í Sandgerði. Um var að ræða 16 liða úrslit en áður hafði Afturelding keppt við Stjörnuna C í 32 liða úrslitum og haft betur. Fyrri hálfleikur var brokkgengur hjá okkar mönnum og var Grindavík yfir í hálfleik, 25-33. Sævaldur Bjarnason, þjálfari …
ÍM 25, nýtt Aftureldingarmet og landsliðslámark
Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í 25m laug í sundi og áttum við einn keppanda á mótinu. Ásdís Gunnarsdóttir keppti í 50 skrið, 100 skrið og 200 skrið um helgina. 50 skrið gekk eins og í sögu, hún gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Aftureldingarmet og náði lámarki í unglingalandsliðið. Hún bætti sig einnig í 100 skrið en var …