Meistaraflokkur kvenna hjá Aftureldingu byrjar tímabilið vel í 2.deildinni en liðið vann góðan 2-0 sigur á Álftanesi á föstudagskvöld.
Sumarnámskeið Aftureldingar
Badmintondeild Aftureldingar verður með sumarnámskeið í júní mánuði. Námskeiðin verða eftir hádegi og verða haldin upp í nýju íþróttahúsi Helgafellsskóla.Fyrir þau börn sem verða á námskeiðum fyrir hádegi verður þjálfari frá deildinni sem sækir þau. Ferðlagið upp í Helgafellshverfi verður svo ýmist á hjólum, strætó eða góður ævintýra göngutúr.Hvar: HelgafellsskóliTími: 13.00-16.00 Verð: 8.900kr. (5.dagar) Uppl: annamargret@badminton.is Blakdeild Aftureldingar býður í …
Vinningsnúmer happdrætti mfl. karla, knattspyrna
Í hálfleik á 3-2 sigri Aftureldingar á Hugin um helgina var dregið í happdrætti meistaraflokks karla. Hér eru vinningsnúmerin. Athugið að smella á myndina til að fá hana stærri. Við þökkum öllum sem sýndu stuðning með því að taka þátt sem og öllum þeim sem gáfu vinninga. Hægt er að vitja vinninga á skrifstofu Aftureldingar.
Tilkynning frá handknattleiksdeild Aftureldingar
Vegna fréttaflutnings um lokahóf meistaraflokks karla og kvenna í handknattleiksdeild Aftureldingar vill stjórn deildarinnar koma eftirfarandi á framfæri: Síðastliðinn sunnudag var birt frétt á vefmiðlinum Nútímanum undir fyrirsögninni: Afturelding heldur aðeins lokahóf fyrir meistaraflokk karla, ekki kvenna. Vitnað er í leikmann meistaraflokks kvenna sem lýsir óánægju sinni með störf handknattleiksdeildar Aftureldingar. Leikmaðurinn hafði óskað eftir því í lok apríl fyrir …
Meistaraflokkur kvenna Handknattleikur Vinningsnúmer – Vor 2017
Hægt er að nálgast vinninga með því að hringja í 825-6445. Óskum vinningshöfum innilega til hamingju.
Afturelding byrjar með sigri
Meistaraflokkur kvenna sem leikur í 2.deildinni undir merkjum Aftureldingar og Fram vann öruggan 3-1 sigur á Völsung á sunnudag.
Fyrsti sigurinn í hús
Afturelding lék fyrsta heimaleik sumarsins í 2.deild karla á Varmárvelli á laugardag og vann 3-2 sigur á Hugin frá Seyðusfirði.
Glæsilegur árangur á Íslandsmeistaramóti
Karatedeild Aftureldingar vann til fjölda verðlauna á Íslandsmeistaramóti barna og unglinga í kata sem fram fór á Akranesi helgina 6. – 7. maí s.l. Þetta skilaði Aftureldingu 3. – 4. sæti í liðakeppni félaga á mótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Aftureldingar raðar sér á verðlaunapall með stærri félögum í liðakeppninni og óhætt að segja að karatedeildin er afar stolt af sínu keppnisfólki.
Hanna Björk ráðin íþróttafulltrúi Aftureldingar
Hanna Björk Halldórsdóttir hefur verið ráðin íþróttafulltrúi Aftureldingar. Hún var valin úr hópi 20 umsækjenda sem sóttu um starfið. Hanna Björk er Mosfellingur og Aftureldingarmanneskja í húð og hár. Hún æfði bæði knattspyrnu og frjálsar íþróttir með Aftureldingu á sínum yngri árum. Hanna er 32 ára gömul og er búsett í Mosfellsbæ. Hanna er menntuð með MA gráðu í …
Happdrætti Blakdeildar Aftureldingar
Nú er blakdeildin að fara af stað með sitt árlega happdrætti og munu börnin í blakdeildinni ganga í hús og selja happdrættismiða á næstu 2 vikum í fjáröflun fyrir sig. Stór hópur af þeim er á leið til Danmerkur í æfingabúðir í byrjun júní. Miðaverð er kr. 2.000 og eiungis verður dregið úr seldum miðum. Upplýsingar um vinningsnúmer munu byrtast …








