Einar Ingi snýr heim i Mosfellsbæinn.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Línumaðurinn sterki Einar Ingi Hrafnsson hefur skrifað undir 3 ára samning við Aftureldingu og mun leika með liðinu frá og með næsta hausti. Einar Ingi hefur leikið sem atvinnumaður i Noregi undanfarin 4 ár og þar áður i Danmörku og Þýskalandi. Einar Ingi er uppalinn i Aftureldingu og því mikill fengur að fá þennan frábæra leikmann aftur heim. Við bjóðum …

Stelpurnar okkar sigruðu Víking

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Góður sigur hjá stelpunum okkar er þær spiluðu við Víking í gær að Varmá. Lokatölur urðu 22-19 eftir á staðan í hálfleik var 14 – 10. Mörk Aftureldingar Paula Chirilá 5 mörk Ragnhildur Hjartardóttir 5 mörk Telma Rut Frímansdóttir 5 mörk Jónína Líf Gísladóttir 3 mörk Íris Kristín Smith 2 mörk Selma Rut Sigurbjörnsdóttir 1 mark Drífa Garðarsdóttir 1 mark. …

UMF Afturelding auglýsir eftir íþróttafulltrúa

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Ungmennafélagið Afturelding auglýsir starf íþróttafulltrúa laust til umsóknar. Við erum að leita að jákvæðum og hæfileikaríkum einstaklingi með góða samskiptahæfni til að bætast í hóp okkar á skrifstofu félagsins. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.Helstu verkefni:– Gerð æfingatöflu félagsins– Ráðning þjálfara í samráði við deildir félagsins– Ritstjórn heimasíðu félagsins– Samskipti við deildir félagsins– Samskipti við foreldra og iðkendur– …

Fimm stelpur á landsliðsæfingum um helgina.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Erum stolt að segja frá því að handknattleiksdeild Aftureldingar á fimm fulltrúa á landsliðsæfingum kvenna er fóru fram núna um helgina. Fulltrúar okkar eru þær Þóra María Sigurjónsdóttir U17 Eva Dís Sigurðardóttir U17 Margrét Erla Hákonardóttir U17 Anna Katrín Bjarkadóttir U15 Erla Kristín Andrésdóttir U15 Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar þeim innilega til hamingju 

Bjarki Steinn með sitt fyrsta mark í stórsigri Aftureldingar

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Bjarki Steinn Bjarkason skoraði sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk karla í gærkvöldi. Bjarki Steinn er á yngsta ári í 2. flokki og lék hann 20 mínútur í leik gegn KH í Lengjubikar í gær og skoraði þar flott mark. Afturelding vann 6-1 stórsigur í leiknum þar sem Andri Freyr Jónasson var tvívegis á skotskónum. Framtíðin er björt í Mosfellsbænum, en auk …

Aðalfundur handknattleiksdeildar 22.mars kl 20:00

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Aðalfundur handknattleiksdeildar Aftureldingar verður miðvikudaginn 22.mars kl 20:00 í Vallarhúsinu við Varmá. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf 1. Kosning fundarstjóra 2. Kosning fundarritara 3. Skýrsla stjórnar lögð fram 4. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram 5. Umræður um skýrslu stjórnar 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um reikninga 7. Kosning formanns 8. Kosning tveggja stjórnarmanna 9. Kosning í meistaraflokksráð 10. Kosning í barna- og unglingaráð 11. …

Aðalfundur blakdeildar 20. mars

Blakdeild AftureldingarBlak

Aðalfundur blakdeildar Aftureldingar verður haldin mánudagin 20,mars í vallarhúsinu og hefst hann kl 20:00

1200 blakarar leika á MosÖld í Mosfellsbæ

Blakdeild AftureldingarBlak

Í lok apríl fer fram einn stærsti íþróttaviðburður ársins á Íslandi í Mosfellsbæ. Þá fer fram Öldungamót Blaksambands Íslands sem er stærsta fullorðins íþróttamót sem haldið er á Íslandi ár hvert. Mótið hefur vaxið mjög mikið undanfarin ár. Mótið fer fram að Varmá í lok apríl og má segja að mótið mun leggja Mosfellsbæ undir sig. Blakdeild Aftureldingar hefur tvisvar …

Vinningsnúmer í happdrætti

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Dregið var í sameiginlegu happdrætti 3. og 4. flokk kvenna hjá Fram/Aftureldingu í gærmorgun hjá Sýslumanni. Vinningaskrá má sjá hér að neðan. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir stuðninginn. Einnig óskum við vinningshöfum til hamingju með verðlaunin. Vinningum verður komið til vinningshafa eftir fremsta megni en ef ekki næst í vinningshafa getur hann haft samband á skrifstofu …

Aðalfundur karatedeildar 16. mars

Karatedeild AftureldingarKarate

Hér með er boðað til aðalfundar karatedeildar Aftureldingar þann 16. mars n.k. Fundurinn verður haldinn í Vallarhúsinu kl. 19.30 og eru allir velkomnir á fundinn. Óskað er eftir liðsauka í stjórnina og hvetjum við félagsmenn til að gefa kost á sér í stjórn eða varastjórn. Nánari upplýsingar veitir Anna Olsen / karate@afturelding.is