Fimleikar – Sumarönn 2017

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Fimleikadeild Aftureldingar mun standa fyrir æfingum og námskeiði í sumar.

Önnin hefst fimmtudaginn 8. júní og lýkur þriðjudaginn 22. ágúst. Boðið verður upp á æfingar fyrir 6 ára börn og eldri.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir fimleikakrakka að halda áfram æfingum yfir sumarið og koma vel undirbúin inn í haustönnina. Einnig er þetta tilvalið fyrir þá krakka sem ekki hafa æft fimleika áður að prófa íþróttina og undirbúa sig fyrir komandi fimleikaár. Engin krafa er að krakkar hafi æft fimleika eða aðra íþrótt áður á námskeiðinu eftir hádegi.

Anna Valdís Einarsdóttir mun halda utan um námskeiðið en henni til halds og traust verða aðrir fimleikaþjálfarar.

Sumrinu verður skipt í tvennt:
FYRIR HÁDEGI
Æfingar verða með sama sniði og á haust- og vorönn fyrir alla krakka fædda 2008 og eldri sem æft hafa fimleika áður.
Æft er 4x í viku, mánudaga-fimmtudaga og verður skipt eftir aldri. Æft er 2 klst í senn kl 11:00-13:00
EFTIR HÁDEGI
Sumarnámskeið í boði með sama sniði og var í fyrra þar sem æfingar verða brotnar upp með ýmissi skemmtun á borð við leiki, útiveru, göngutúra og fleiru eftir veðri.
Fyrir alla krakka fædda 2010 og eldri. Námskeiðið verður alla virka daga frá kl 13:00-16:00.

Börn sem fædd eru 2011 og eru á leið í 1. bekk í haust eru velkomin í ágúst.

Frjálst er að skrá börn fædd 2008 og eldri bæði fyrir og eftir hádegi.

Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að á námskeiðin.

VIKUR Í BOÐI
Vika 1 – 8-9. júní (1 dagur fyrir hádegi / 2 dagar eftir hádegi)
Vika 2 – 12-16. júní (full vika)
Vika 3 – 19.-23. júní (full vika)
Vika 4 – 26.-30. júní (full vika)
Vika 5 – 8.-11. ágúst (3 dagar fyrir hádegi / 4 dagar eftir hádegi)
Vika 6 – 14.-18. ágúst (full vika)
Vika 7 – 21.-22. ágúst (2 dagar)

Boðið verður upp á að kaupa allt námskeiðið, hálft námskeið (3 vikur) eða stakar vikur.
FYRIR HÁDEGI:
Stök vika frá 1.425-5.900 kr (fer eftir fjölda klst í viku)
3 vikur 15.100 kr (Fullt verð 17.700 kr)
Allt námskeiðið 22.800 kr (Fullt verð 32.450 kr)
EFTIR HÁDEGI
Stök vika frá 4.360-10.900 kr (fer eftir fjölda klst í viku)
3 vikur 27.800kr (Fullt verð 32.700 kr)
Allt námskeiðið 42.800kr (Fullt verð 61.040 kr)

Skráning fer fram í gegnum skráningarkerfi Aftureldingar Nóra: https://afturelding.felog.is/ en upplýsingar eru gjarnan veittar á fimleikar(hja)afturelding.is