Cecilía Rán var boðuð á landsliðsæfingar U16 um síðustu helgi. Dean Martin nýráðinn landsliðsþjálfari stjórnaði æfingunum og stóð hún sig vel alla þrjá dagana. Cecilía á framtíðina fyrir sér og hefur hún undanfarið verið boðuð til æfinga með meistaraflokki félagsins.
Vinningar í Happdrætti Þorrablóts Aftureldingar
Þorrablót Aftureldingar 2017 heppnaðist gríðarlega vel og er óhætt að segja að að sjaldan hafi verið eins góð stemmning á blótinu og nú í ár. Að venju fór fram happdrætti og er skemmst frá því að segja að aldrei hafa jafnmargir tekið þátt í happdrættinu og í ár. Efstu þrír vinningarnir voru dregnir út á Þorrablótinu á laugardag og í …
Gull og brons á Bushido móti á Jaðarsbökkum Akranesi
Annað Bushido mót vetrarins fór fram í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum Akranesi laugardaginn 21. janúar. Skemmst er frá því að segja að Aftureldingarstrákarnir stóðu sig frábærlega. Máni Hákonarson fékk gull í kata og Þórður Henrýsson brons í kata. Matthías Eyfjörð tók einnig brons í kumite.
Thelma Rut kjörin íþróttakona Mosfellsbæjar.
Fimmtudaginn 19. janúar var haldið hóf í Íþróttamiðstöðinni að Varmá þar sem lýst var kjöri íþróttakarls- og konu Mosfellsbæjar. Við sama tilefni hlaut fjöldi íþróttafólks viðurkenningar fyrir góðan árangur á liðnu ári.
Afturelding og FRAM tefla fram sameiginlegu kvennaliði
Knattspyrnudeild Aftureldingar og knattspyrnudeild FRAM hafa gert með sér samkomulag um að senda sameiginlegt lið meistaraflokks kvenna til keppni á komandi keppnistímabili.Viðræður um málið hafa staðið yfir um skeið en þessi tvö félög hafa átt í farsælu samstarfi með yngri flokka kvenna á síðustu árum. Samningurinn er til þriggja ára, nær yfir næstu þrjú keppnistímabil í fótbolta þannig félögin eru að …
Knattspyrnudómara námskeið 24. janúar
Knattspyrnudeild Aftureldingar stendur fyrir dómaranámskeiði fyrir iðkendur og foreldra deildarinnar. Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 24. janúar í Varmárskóla yngri deild og stendur á milli kl. 20:00 – 22:00. Þetta er ein leið til þess að taka þátt í starfi barna sinna í knattspyrnu og mikilvægt að félagið haldi úti öflugum hópi dómara til að manna leiki félagsins. Hvetjum við foreldra til …
Allir í handbolta
Handknattleiksdeild Aftureldingar er í HM stuði þessa dagana og af því tilefni langar okkur að bjóða þér að koma á æfingu hjá okkur dagana 16-24 janúar. Tímatöfluna er að finna hér https://afturelding.is/fileadmin/user_upload/Handbolti/aefingatimar_2016-2017.pdf
Nýtt umbunarkerfi fyrir dómara
Nýtt umbunarkerfi dómara hefur verið sett á laggirnar hjá knattspyrnudeildinni þar sem duglegum iðkendum í 2. og 3. flokki karla og kvenna er umbunað fyrir störf sín. Á hverju tímabili fara fram yfir 400 leikir á vegum deildarinnar og er dómgæslan að mestu leyti á herðum þessara iðkenda. Knattspyrnudeildin vildi sýna þeim þakklætisvott fyrir vel unnin störf og fékk nokkur …
Þrír Aftureldingarmenn í B landsliði Íslands
Einar Guðmundsson stýrir B landsliði Íslands og hefur hann valið 14 leikmenn fyrir þetta verkefni. Afturelding á þrjá leikmenn í þessum hópi og það eru þeir Árni Bragi Eyjólfsson, Elvar Ásgeirsson og Gunnar Malmquist Þórsson. Liðið kemur saman og æfir í dag og á morgun og spila síðan um helgina tvo vináttulandsleiki við Grænland. Báðir leikirnir fara fram í TM-Höllinni, …
Styrktarsamningur við Íslandsbanka endurnýjaður
Blak- og handknattleiksdeild Aftureldingar hafa endurnýjað samninga sína við Íslandsbanka til næstu tveggja ára.










