Karlalið Aftureldingar Haustmótsmeistarar 2016

Blakdeild AftureldingarBlak

Um helgina fór fram Haustmót Blaksambands Ísland að Varmá í Mosfellsbæ. Haustmótið markar upphaf keppnistímabilsins hjá Blaksambandi Íslands og hefjast leikir í Mizunodeild í næstu viku.

Sigur hjá stelpunum okkar í fyrsta leik tímabilsins.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Stelpurnar okkar nældu sér í 2 stig í fyrsta leik á tímabilinu er þær héldu í Valsheimilið í gær. Staðan í hálfleik var jöfn 10 – 10 en þær sigruðu með einu marki 18 – 19. Mörk Aftureldingar. Paula Chililá 6 mörk Þóra María Sigurjónsdóttir 5 mörk Dagný Huld Birgisdóttir 4 mörk Selma Rut Sigurjónsdóttir 2 mörk Íris Kristín Smith …

Æfingatöflur frá 1. sept. 2016

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Æfingatöflur deilda félagsins hafa nú verið settar inn hér til hægri á aðalsíðuna (Æfingatöflur). Einnig má finna þær inn á flipum viðkomandi deilda. Æfingatöflur eru birtar með fyrirvara um hugsanlegar breytingar. ij

Meistaramótinu lokið.

Frjálsíþróttadeildar AftureldingarFrjálsar

Dagana 27.- 28. ágúst fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15 – 22 ára. Sjö iðkendur frjálsíþróttadeildar Aftureldingar tóku þátt í mótinu. Það voru Dóra Kristný Gunnarsdóttir, Erna Sóley Gunnarsdóttir, Guðlaug Bergmann Sigfúsdóttir, Guðmundur Ágúst Thoroddsen, Helga Lára Gísladóttir, Katrín Huld Sólmundsdóttir og Kolbeinn Tómas Jónsson.  Nokkrir keppenda voru nálægt því að komast á verðlaunapall …

Meistaraflokkur karla í Finnlandi.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Strákarnir okkar héldu út í æfingarferð til Finnland fyrir helgi. Spiluðu þeir nokkra æfingarleiki við Riihimaen Cocks frá Finnlandi þar sem þjálfari þeirra er engin annar en Gintaras Savukynas sem spilaði með Aftureldingu hér á árum áður.

Haustönn 2016

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Haustönn hefst næstkomandi mánudag, 29. ágúst, skv. tímatöflu. Búið er að uppfæra heimasíðu með öllum helstu upplýsingum eins og tímatöflu, verðskrá, flokkalýsingum ofl. Hægt er að smella á tenglana vinstra megin til að skoða allar þessar upplýsingar. Öll börn sem eru komin með fast pláss hafa fengið staðfestingartölvupóst frá Nora. Foreldrar verða látnir vita núna um helgina ef barnið þeirra …

Vildarklúbbur mfl karla í handbolta.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Á dögunum var stofnaður vildarklúbbur meistaraflokks karla í handbolta.   Strákarnir okkar munu vera fyrir framan Bónus í vikunni og safna meðlimum. Ekki láta þetta fram hjá þér fara. Áfram Afturelding !