Góður árangur á karatemótum á haustdögum. Íslandsmeistaramót í kumite fer fram í Fylkishúsinu laugardaginn 22. október.

Karatedeild Aftureldingar Karate

Fyrst ber að nefna Banzai-Cup mótið sem fram fór í Berlín í september s.l. Um var að ræða stórt mót með yfir 1000 keppendum frá 34 löndum. Telma Rut varð í þriðja sæti í -61 kg flokki í kumite og í fimmta sæti í opnum í flokkum. Þann 9. október kepptu síðan nokkrir landsliðsmenn í karate á  Central England Open mótinu í Worcester á Englandi. Telma Rut fékk risa verkefni í fyrstu umferð – 61 kg flokki þar sem hún mætti Natalie Williams, landsliðskonu Englendinga en Natalie er núna í 29. sæti á heimslista WFK. Eftir harða baráttu sigraði Natalie á heimvellinu og þar sem hún fór alla leið í úrslit hlaut Telma Rut uppreisn þar sem hún endaði með að sigra 3ja sætið örugglega. Það er greinilegt að Telma er í fantaformi þessa dagana og lofar það góðu fyrir næsta verkefni hennar sem verður HM í Austurríki í lok októbermánaðar.

Mikil stemning var á fyrsta Bushido móti vetrarins sem fram fór í Vestmannaeyjum fyrstu helgina í október. Telma Rut Frímannsdóttir sigraði í flokki fullorðinna og Máni Hákonarson, Aftureldingu, varð í þriðja sæti í kumite og kata í sínum aldursflokki. Aðrir iðkendur frá Aftureldingu komust ekki á verðlaunapall í þetta sinn en sumir voru nálægt því. Það verður spennandi að sjá hvernig fram vindur á þessari mótaröð KAÍ í vetur.

Loks hvetjum við alla til að mæta á Íslandsmeistaramót í kumite sem fram fer í Fylkishúsinu laugardaginn 22. október n.k. Ókeypist aðgangur!