Wee-tos mótið Tungubökkum

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Nú er verið að leggja lokahönd á niðurröðun leikja á mótinu. Á fésbókarsíðunni Tungubakkamót má sjá skipulag mótsins um leið og það verður tilbúið. Því miður hefur tafist að birta það vegna tæknilegra örðuleika við leikjaforritið sem keyrir mótið. Þegar allt er klárt sem verður seinni partinn í dag, föstudag þá kemur skipulagið á slóðina:  tungubakkamot.torneopal.com

Jafnt á Seltjarnarnesi

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Afturelding og Grótta skildu jöfn 2-2 í stórleik umferðarinnar í 2.deild sem fram fór á fimmtudagskvöld.

Kynningardagur Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Á Kjúklingafestivalinu við Varmá á laugardaginn verða deildir Aftureldingar með bás þar sem þær kynna starfsemi sína á milli kl. 14.00 og 16.00. Verið hjartanlega velkomin. Blakdeild, fimleikadeild og taekwondodeild verða með opnar æfingar og sýningar. Knattspyrnudeild býður fólk velkomið í heimsókn á Wee-tos mótið á Tungubökkum.  Nánar hér.. Sjáumst. Áfram Afturelding!

Karfa vetur 2016-2017

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Hér má sjá fréttabréf frá stjórn deildarinnar um vetrarstarfið sem framundan er.

Kristín Þóra valin í U19 landsliðið

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Kristín Þóra Birgisdóttir leikmaður Aftureldingar hefur verið valin til þáttöku í vináttulandsleik Íslands og Póllands sem fram fer þann 25. ágúst nk

Karateæfingar á haustönn

Ungmennafélagið Afturelding

Karateæfingar hefjast hjá framhaldsiðkendum þriðjudaginn 6. september í bardagasal Aftureldingar í íþróttamiðstöðinni Varmá. Byrjendaæfingar hefjast viku seinna eða mánudaginn 12. september og fara einnig fram í bardagasalnum í Varmá. Afreksiðkendur eiga að mæta á sína fyrstu æfingu mánudaginn 5. september, en afreksæfingar verða í Egilshöll.

Úrtökumót KSÍ 2016

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Afturelding á þrjá fulltrúa á Úrtökumóti KSÍ sem haldið er hvert ár á Laugarvatni.

Íris Kristín Smith spilar með meistaraflokki kvenna.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Það er okkur mikil ánægja að segja frá því að Íris Kristín Smith hefur skrifað undir lánssamning við Aftureldingu og spilar með meistaraflokki kvenna á komandi tímabili.  Íris Kristín er öflugur hornamaður frá Fram.  Hún hefur æft og spilað handbolta í 12 ár með Fram. Það er því mikill fengur fyrir okkur að fá hana í okkar raðir. Við bjóðum …

Nýr leikmaður karladeildar

Blakdeild AftureldingarBlak

Blakdeild Aftureldigar hefur fengið einn af sterkustu blakmönnum landsins í sínar raðir. Piotr Kempisty hefur spilað með KA undanfarin 9 ár og verið þeirra besti sóknarmaður. Hann hefur nú ákveðið að spila með karlaliði Aftureldingar á næstu leiktíð. Piotr hefur verið valin besti blakmaðurinn í úrvalsdeild karla nokkrum sinnum og býr yfir ákaflega mikilli reynslu. Blakdeild Aftureldingar er að vonum ákaflega ánægð með tilkomu Piotrs og telur deildin að hann eigi eftir að kenna okkar unga liði ýmislegt og er stefnan að sjálfsögðu sett á úrslitaleiki bæði í deild, bikar og einnig um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta er einungis 4.árið sem Blakdeild Aftureldingar teflir fram karlaliði í úrvalsdeild Blaksambands Íslands en kvennalið félagsins hampaði öllum titlunum á síðustu leiktíð.
Myndin er tekin að Varmá í Mosfellsbæ þar sem Piotr handsalar félagaskiptin við formann Blakdeildar Aftureldingar, Guðrúnu K Einarsdóttur

Sumarönn hefst aftur 8. ágúst

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Við minnum á að sumarnámskeiðið okkar hefst aftur næstkomandi mánudag, 8. ágúst. FYRIR HÁDEGIÆfingar verða með sama sniði og á haust- og vorönn fyrir alla krakka fædda 2007 og eldri sem æft hafa fimleika áður.Æft er 4x í viku, mánudaga-fimmtudaga og verður skipt eftir aldri í flokka. Æft er 2 klst í senn.kl 9:00-11:00 – Æfingar fyrir 3. og 4. …