Afturelding kom fram hefndum

Ungmennafélagið Afturelding

Aft­ur­eld­ing sigraði HK, 3:1, í Mizuno-deild karla í blaki í Fagra­lundi á laugardaginnær og náði þar með að hefna fyr­ir sams kon­ar tap þegar liðin mætt­ust í fyrstu um­ferð deild­ar­inn­ar á dög­un­um.

HK vann fyrstu hrin­una 25:22 en Aft­ur­eld­ing hinar 25:22, 25:23 og 25:17.

Stiga­hæst­ir í liði HK voru þeir Theó­dór Óskar Þor­valds­son sem skoraði 13 stig og Kjart­an Fann­ar Grét­ars­son sem skoraði 12 stig.

Í liði Aft­ur­eld­ing­ar átti Piotr Kempisty stór­leik en hann skoraði sam­tals 32 stig. Næst­stiga­hæst­ur var miðjumaður­inn Ant­onio Burgal, en hann skoraði 14 stig.