Varnarmaðurinn Katla Rún Arnórsdóttir hefur ákveðið að ganga til liðs við meistaraflokk kvenna hjá Aftureldingu.
Æfingabúðir með Steven Morris og KOI mót
Helgina 26. – 28. febrúar verða æfingabúðir með Sensei Steven Morris, 7. dan, frá Skotlandi hjá karatedeildum Aftureldingar og Fjölnis. Með Steven Morris í för er einnig Sensei Paul Lapsley, 5. dan. Auk æfingabúðanna verður efnt til KOI móts á sunnudeginum þar sem keppt verður í kata, kumite og gladiator.
Góður árangur á Íslandsmóti í Kata
Nú er Íslandsmeistaramóti barna og unglinga í Kata lokið með góðum árangri okkar þátttakenda. Í Kata 12 ára stúlkna var Oddný Þórarinsdóttir í 3. sæti. Í Kata 14 ára drengja urðu Matthías Eyfjörð og Máni Hákonarson í 3. sæti. Í hóp Kata 14-15 ára drengja urðu Matthías Eyfjörð, Máni Hákonarson og Þórður Henrysson í 2. sæti.
Í yngri hópum okkar urðu engin verðlaunasæti í þetta sinn, en vafalítið hefur komið mikið inn í reynslubankann. Krakkarnir stóðu sig öll með sóma og hegðun var til fyrirmyndar.
Landsliðsfréttir frá knattspyrnudeild
Afturelding á að vanda nokkra fulltrúa í yngri landsliðum Íslands sem hafa verið boðuð á æfingar nú í upphafi árs.
Afturelding í undanúrslit í bikarnum
Kvennalið Aftureldingar tók á móti Grundarfirði í 8 liða úrslitum Bikarkeppni BLÍ í gær laugardag.
Leikjaplan í 1.deild kvenna komið út
Mótanefnd KSÍ hefur nú gefið út leikjaplan sumarsins fyrir 1.deild kvenna í Íslandsmótinu.
Íslandsmeistaramót í kata
Tvö fjölmennustu karatemót ársins fara fram í Smáranum, íþróttahúsi Breiðabliks n.k. laugardag. Alls hafa 19 iðkendur hjá Aftureldingu skráð sig til keppni. Við hvetjum alla til að mæta og styðja okkar fólk, aðgangur ókeypis!
Flottur fyrirlestur í kvöld 17. feb.
Flottur fyrirlestur fyrir unglinga og foreldra þeirra í framhaldsskólanum í kvöld miðvikudag 17. feb. Góða skemmtun.
Afturelding mætir Fram í bikarnum
Dregið hefur verið í fyrstu umferðir Borgunarbikarsins í knattspyrnu sem hefst í vor.
Riðlaskipting í 1.deild kvenna 2016 tilbúin
Mótanefnd KSÍ hefur gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna fyrir keppnistímabilið 2016.










