Æfingabúðir með Steven Morris og KOI mót

Karatedeild AftureldingarKarate

Helgina 26. – 28. febrúar verða æfingabúðir með Sensei Steven Morris, 7. dan, frá Skotlandi hjá karatedeildum Aftureldingar og Fjölnis. Með Steven Morris í för er einnig Sensei Paul Lapsley, 5. dan. Auk æfingabúðanna verður efnt til KOI móts á sunnudeginum þar sem keppt verður í kata, kumite og gladiator.

Góður árangur á Íslandsmóti í Kata

Karatedeild AftureldingarKarate

Nú er Íslandsmeistaramóti barna og unglinga í Kata lokið með góðum árangri okkar þátttakenda. Í Kata 12 ára stúlkna var Oddný Þórarinsdóttir í 3. sæti. Í Kata 14 ára drengja urðu Matthías Eyfjörð og Máni Hákonarson í 3. sæti. Í hóp Kata 14-15 ára drengja urðu Matthías Eyfjörð, Máni Hákonarson og Þórður Henrysson í 2. sæti.

Í yngri hópum okkar urðu engin verðlaunasæti í þetta sinn, en vafalítið hefur komið mikið inn í reynslubankann. Krakkarnir stóðu sig öll með sóma og hegðun var til fyrirmyndar.

Íslandsmeistaramót í kata

Karatedeild AftureldingarKarate

Tvö fjölmennustu karatemót ársins fara fram í Smáranum, íþróttahúsi Breiðabliks n.k. laugardag. Alls hafa 19 iðkendur hjá Aftureldingu skráð sig til keppni. Við hvetjum alla til að mæta og styðja okkar fólk, aðgangur ókeypis!