Knattspyrnudeild hefur útnefnt þau Kristinn Jens og Krístínu Þóru sem knattspyrnumann og konu Aftureldingar 2015
Nik Anthony Chamberlain í Aftureldingu
Enski miðjumaðurinn Nik Anthony Chamberlain hefur gengið til liðs við Aftureldingu.
Fimleikar hefjast mánudaginn 11. janúar
Við minnum á að æfingar hefjast á morgun, mánudaginn 11. janúar skv. tímatöflu sem hægt er að skoða á heimasíðu deildarinnar: https://afturelding.is/fimleikar/timatoeflur.html Hlökkum til að byrja önnina og hitta öll börnin í vikunni. Ef þið hafið ekki fengið staðfestingartölvupóst frá Nóra er ekki búið að úthluta barninu ykkar plássi. Ef þú átt barn í öðrum hóp en leikskólahóp (T3&4 og …
Afturelding og Breiðablik skildu jöfn
Undirbúningstímabilið í fótboltanum er nú hafið en Afturelding tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks að Varmá á laugardag í Faxaflóamóti kvenna.
Íþróttamaður og íþróttakona handknattleiksdeildar 2015
Eru þau Pétur Júníusson og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir
Innilega til hamingju.
Þorrablót Aftureldingar 2016
Næsti stórviðburður er auðvitað Þorrablót Aftureldingar sem verður að Varmá 23. janúar n.k. Miðasala er hafin á Hvíta Riddaranum á opnunartíma þar. Sjáumst kát og munið að kaupa miða í tíma því í fyrra varð uppselt á þetta skemmtilega blót sem allir bæjarbúar fjölmenna á. Nefndin.
Karate: æfingar hefjast hjá byrjendum 6. janúar
Æfingar fyrir byrjendur hefjast samkvæmt tímatöflu miðvikudaginn 6. janúar. Tímatöflu er að finna vinstra megin á síðu karatedeildarinnar. Allar æfingar fara fram í nýjum bardagasal Aftureldingar í íþróttamiðstöðinni við Varmá fyrir utan byrjendaæfingar fullorðinna sem fara fram í Egilshöll.
Bein útsending í dag ÍSL – LÚX
Bæði karla- og kvennalandslið Íslands mæta Luxemborg í dag í lokaleik Novotelcup.
Bein útsending verður á netinu á rtl.lu
Kvennaleikurinn hefst kl 15 (14 Ísl) og karlaleikurinn kl 17:30 (16:30 Ísl) og verðlaunaafhending í framhaldinu.
Áfram Ísland !
Afturelding á þrjá fulltrúa í kvennaliðinu, þær Karen Björg Gunnarsdottur fyrirliða, Rósborgu Halldórsdóttur og Thelmu Dögg Grétarsdóttur
Sigþór Helgason er svo fulltrúi Aftureldingar í karlalandsliðinu ásamt þjálfaranum Rogerio Ponticelli
Búið að draga í Jólahappdrættinu
Óskum vinningshöfum innilega til hamingju, hægt er að vitja vinningana eftir 2.janúar 2016 í síma 894-0488.
Gleðileg Jól










