Afturelding á þrjá fulltrúa í liði fyrri hluta Mizuno deildanna í blaki.
Thelma Dögg Grétarsdóttir, Kristín Salín Þórhallsdóttir og Eduardo Herrero Berenquer
Við óskum þeim innilega til hamingju með tilnefninguna.
Afturelding bætir við sig leikmönnum
Knattspyrnudeild Aftureldingar hefur gengið frá félagaskiptum við 6 leikmenn sem munu leika með meistaraflokki kvenna í 1.deildinni í sumar.
Gleðileg jól!
Skrifstofa félagsins að Varmá verður lokuð Þorláksdag, aðfangadag og gamlársdag auk þeirra daga sem íþróttamiðstöðin er lokuð yfir hátíðirnar. Starfsfólk skrifstofunnar þakkar gott samstarf á árinu sem senn er liðið og óskar öllu því frábæra fólki sem vinnur fyrir félagið og iðkendum þess gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Gleðileg jól. ij.
Afturelding semur við 11 leikmenn.
Knattspyrnudeild Aftureldingar hefur framlengt samninga við 11 leikmenn félagsins sem munu leika með meistaraflokki kvenna í 1.deildinni í sumar.
Afturelding-Fram á morgun fimmtudag kl 19:30
Allir á völlinn. Happdrætti í hálfleik.
Karateæfingar hefjast að nýju 5. janúar
Þá er haustönn lokið og iðkendur stóðu sig svo sannarlega með sóma í beltaprófum núna í desember. Við viljum óska byrjendum sérstaklega til hamingju með nýju beltin og vonumst til að sjá þau hress og kát í janúar.
Vinningaskrá happdrættis blakdeildar Aftureldingar.
Dregið var í happdrætti blakdeildar Aftureldingar í gær.
Vinninga má vitja með því að hafa samband við blakdeildaftureldingar@gmail.com eða í síma 6697164
Við óskum vinningshöfum til hamingju og þökkum kærlega fyrir stuðninginn.
Jólahappdrætti
Þá er komið að hinu árlega jólahappdrætti til styrktar meistaraflokki kvenna. 16 glæsilegir vinningar í boði. Miðinn aðeins á 1500.- Dregið verður úr seldum miðum 23 desember.
Jólasýning Fimleikadeildar
Nú styttist óðfluga í jólasýninguna Fimleikadeild Aftureldingar og eru krakkarnir búin að vera þvílíkt dugleg að æfa með þjálfurunum sínum til að geta sýnt ykkur hversu mikið þeim hefur farið fram á þessari önn. Jólasýning Fimleikadeildar Aftureldingar verður haldin sunnudaginn 13. desember kl 11:00-12:30 í sal 1. Gleðileg jól.










