Leikir um helgina í fótboltanum

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Strákarnir voru fyrri til og mættu HK í Kórnum á Laugardag í Fótbolta.net mótinu. Liðin leika í B-deild riðli 2 ásamt Grindavík og Selfossi.

Úrslit urðu 2-1 fyrir HK sem náði tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en Elvar Freyr Arnþórsson minnkaði muninn fyrir Aftureldingu með marki á 56 mínútu. Strákarnir okkar heimsækja svo Selfyssinga um næstu helgi.

Stelpurnar okkar léku einnig í Kórnum en gegn Stjörnunni í Faxaflóamótinu. Leikurinn var býsna jafn, Stjarnan hélt boltanum meira en Afturelding varðist vel og átti stórhættulegar skyndisóknir. Þannig áttum við bæði skot í slá og stöng auk þess sem bjargað var á línu í eitt skiptið en inn vildi boltinn þó ekki.

Stjarnan sem er eitt sterkasta lið landsins nýtti sér hinsvegar sín færi og vann leikinn á endanum 3-0 – e.t.v. sanngjarnt en helst til stórt miðað við marktækifærin.

Afturelding fær svo Skagastelpur í heimsókn eftir tvær vikur.