6. flokkur kvenna skrapp í Skagafjörðinn og skemmti sér ótrúlega vel um síðustu helgi á Landsbankamóti Tindastóls sem haldið var á Sauðárkróki. Sólin skein í Skagafirði eins og segir í kvæðinu og allir kátir í blíðunni fyirr norðan. Vaxandi hópur af flottum og skemmtilegum stelpum sem eiga framtíðina fyrir sér í boltanum hjá Aftureldingu. g.f.t.
Sumarlokun á skrifstofu
Skrifstofa Aftureldingar verður lokuð vegna sumarfría starfsmanna frá 6. júlí til 24. júlí n.k. Erindi sem þola ekki bið berist á umfa@afturelding.is Framkvæmdastjóri.
Fjör á Orkumótinu í Eyjum
Strákarnir á eldra ári í 6. fl. karla fóru á Orkumótið í Vestmannaeyjum og var gleðin þar sannarlega við völd. Eftir gott gengi á fyrsta degi var farið í skrúðgöngu niður á Týsvöll og þar tók við hefðbundin dagskrá. Eins og áður var keppt í boðhlaupi og gerðu strákarnir okkar sér lítið fyrir og urðu fyrstir af öllum liðum við mikinn fögnuð viðstaddra. …
Norðurálsmótið 2015
7. flokkur karla skelltu sér á Norðurálsmótið 2015. Flottir piltar þarna á ferð frá Afureldingu og skemmtu sér vel og voru félaginu til fyrirmyndar – Barcelona liðið fékk háttvísisverðlaun – Til hamingju strákar. g.f.
Prúðasta liðið í Eyjum!
5. fl. kvenna fór á Pæjumótið í Eyjum og gerði sér lítið fyrir og fékk verðlaun – „Prúðasta liðið“ Þessi flotti hópur samanstendur af stelpum úr Aftureldingu og Fram en mjög gott samstarf hefur verið í kvennaflokkum með þessum félögum. Það eru ekki leiðinleg verðlaun að koma heim með. Stúlkurnar, þjálfarar og foreldarar eiga skilið stórt hrós fyrir að vera til fyrirmyndar fyrir …
Frjálsíþróttamótið Goggi Galvaski
Frjálsíþróttamótið Goggi Galvaski var haldið í Mosfellsbænum laugardaginn 20. júní síðastliðinn. Mótið var haldið í 26. skiptið og átti Goggi sjálfur því 25 ára afmæli. Frá upphafi hefur markmið með Goggamótinu verið að stuðla að og styðja við félagslega þátt frjálsíþróttarinnar og er því leitast við að bjóða upp á skemmtidagskrá samhliða hörku keppni í helstu greinum frjálsíþróttarinnar. Hingað til hefur mótið byrjað á föstudegi og staðið í 2 daga. Nú var það í fyrsta sinn haldið á einum degi, en þess þó gætt að draga ekki út félagslega þætti mótsins.
Frjálsíþróttamótið Goggi Galvaski
Frjálsíþróttamótið Goggi Galvaski var haldið í Mosfellsbænum laugardaginn 20. júní síðastliðinn. Mótið var haldið í 26. skiptið og átti Goggi sjálfur því 25 ára afmæli. Frá upphafi hefur markmið með Goggamótinu verið að stuðla að og styðja við félagslega þátt frjálsíþróttarinnar og er því leitast við að bjóða upp á skemmtidagskrá samhliða hörku keppni í helstu greinum frjálsíþróttarinnar. Hingað til hefur mótið byrjað á föstudegi og staðið í 2 daga. Nú var það í fyrsta sinn haldið á einum degi, en þess þó gætt að draga ekki út félagslega þætti mótsins.
Sumaræfingar í karate
Boðið verður uppá æfingar á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30-18:30 á tímabilinu 8. júní til 13. júlí undir stjórn Sensei Willem C Verheul. Opið fyrir alla iðkendur deildarinna þeim að kostnaðarlausu.
Fimleikar – Sumarönn 2015 – Stakar vikur
Við þökkum kærlega fyrir frábærar viðtökur við sumarönninni okkar. Eins og áður hefur komið fram hefst önnin mánudaginn 15. júní en henni lýkur fimmtudaginn 20. ágúst. Engar æfingar verða þó 13. – 26. júlí. Önnin telur því 8 vikur. Æfingar í boði:* 6–8 ára, (þau sem voru að klára 1. bekk, 2. bekk og 3. bekk), frá kl. 13-16 – …
Liverpoolskólinn
Það er fjör á Tungubökkum þessa dagana enda Liverpoolskólinn á fullri ferð þar. 15 þjálfarar frá Liverpool klúbbnum kenna börnum réttu taktana og hvetjum við bæjarbúa til að kíkja við á svæðið og sjá efnileg börn í knattspyrnuskólanum í frábæru æskulýðsstarfi.










