Sumaræfingartímar
taka gildi á morgun 18.mai
Jóhann Gunnar í úrvalslið Olísdeildar karla 2015
Hægri skyttan okkar Jóhann Gunnar Einarsson var valin í úrvalslið Olísdeildar karla 2015 á lokahófi HSÍ sem haldið var í gullhömrum í gærkveldi Handknattleiksdeild óskar Jóhanni Gunnari innilega til hamingju.
Einar Andri besti þjálfari Olísdeildar karla 2015.
Einar Andri Einarsson var valin besti þjálfari Olísdeildar karla 2015. Tilnefndir voru Óskar Bjarni Óskarsson Val og Patrekur Jóhannesson Haukum. Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Einari Andra innilega til hamingju með verðlaunin.
Unglingabikar HSÍ 2015 til Aftureldingar
Lokahóf Handknattleikssambands Íslands var haldið í Gullhömrum í gærkvöldi. Afturelding fékk Unglingabikar HSÍ 2015 sem er veitt því félagi sem stendur best að barna og unglingastarfi á tímabilinu. Inga Lilja Lárusdóttir formaður handknattleiksdeildar og barna og unglingaráðs tók við verðlaununum. Erum mjög stolt af þessum verðlaunum og höldum áfram okkar góða starfi hjá Barna og unglingaráði.
Heilsudagur í dag 12. maí
Málþing í kvöld kl. 19.30
„Heilsa og hollusta fyrir alla 2015“
Afturelding semur við Loftorku
Á föstudaginn síðasta skrifaði Loftorka undir þriggja ára samstarfssamning við knattspyrnudeild Aftureldingar.
Olís styrkir strákana okkar í úrslitakeppninni
Allir á völlinn
Mánudaginn 11 maí klukkan 19:30 fer fram þriðji leikur Aftureldingar og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, á heimavelli Aftureldingar.
Af því tilefni renna 5 kr. af hverjum seldum lítra á Olís
Langatanga til liðsins.
Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja Aftureldingu til sigurs!
Björgvin Franz valin í U 15 ára landslið karla.
Okkar flotti markvörður Björgvin Franz Björgvinsson hefur verið valin í æfingarhóp U 15 ára landslið karla sem spilar vináttulandsleiki gegn Færeyjum aðra helgi.
Handknatleiksdeild Aftureldingar óskar Björgvini innilega til hamingju sem og góðs gengis.
Haukar komnir í 2 – 0 í úrslitaeinvíginu um íslandsmeistaratitilinn.
Næsti leikur er mánudaginn 11.maí kl 19:30 í N1 höllinni að Varmá.










