Frí föstudaginn 1. maí

Ungmennafélagið Afturelding

Við minnum á að engar æfingar verða föstudaginn 1. maí næstkomandi hjá Fimleikadeildinni. Um er að ræða almennan frídag og Íþróttamiðstöðin að Varmá er lokuð þennan dag.

Afturelding sigraði B-deild Lengjubikarsins!

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Afturelding mætti Sindra í úrslitaleik B-deildar Lengjubikarsins en leikið var í Kórnum í gær sunnudag.  Gunnar Wigelund skoraði sigurmark leiksins á 79. mínútu en leikurinn var jafn og lítið um færi.  Á 89. mínútu fékk Sindri vítaspyrnu og hefði getað jafnað metin en Sigurbjartur Sigurjónsson í marki Aftureldingar varði spyrnuna og Afturelding fagnaði sigri. Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/news/27-04-2015/afturelding-vann-b-deild-lengjubikarsins …

Hreinn úrslitaleikur að Varmá á þriðjudag kl 19

Blakdeild AftureldingarBlak

Staðan í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki er 2-2.
Því er um hreinan úrslitaleik að ræða á þriðjudag kl 19 að Varmá. Nú er mikilvægara en nokkurntíman áður að fjölmenna á pallana og hvetja stelpurnar til dáða.

Forsala miða á leik Afturelding – ÍR sun 26.apríl

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Forsalan byrjar kl 10:00 laugardaginn 25. apríl og stendur fram að leik. Miðarnir eru seldir í afgreiðslunni að Varmá.
Búið er að bæta við pöllum fyrir 300 manns aukalega en viljum hvetja þá sem vilja ná sæti að mæta tímanlega því hluti af stúkunni verður standandi.

Hvíti riddarinn mun grilla hamborgara á meðan leik stendur.

Afturelding leikur til úrslita !

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Það er heldur betur úrslitaleikjastemning í Mosfellsbæ um þessar mundir því strákarnir okkar leika til úrslita í B-deild Lengjubikarsins á sunnudaginn.

Sumarönn hjá Fimleikadeild Aftureldingar

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Fimleikadeild Aftureldingar mun standa fyrir sumarönn í allt sumar. Önnin hefst mánudaginn 15. júní en henni lýkur föstudaginn 21. ágúst. Engar æfingar verða þó 13. – 26. júlí . Önnin telur því 8 vikur og verður boðið upp á æfingar fyrir 6 – 8 ára börn annars vegar og 9-12 ára börn hins vegar og munu æfingar verða 3x í …

Úrslitakeppni á sumardaginn fyrsta!

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Úrslitakeppnin stendur nú sem hæst og eru hörkuspennandi leikir í gangi þessa dagana. Handboltaliðið okkar er komið upp að vegg og þarf að vinna útileikinn á morgun á móti ÍR ef oddaleikur á að nást en leikurinn hefst kl. 16.00 í Austurbergi. Blakliðið okkar mætir svo HK í úrslitaleik nr. 3 á heimavelli á morgun sumardaginn fyrsta.  Bein lýsing á …

Nýir svartbeltarar

Karatedeild AftureldingarKarate

Nú á dögunum bættust tveir svartbeltarar í hópinn hjá karatedeildinni. Þetta eru þeir Matthías Eyfjörð og Hrafnkell Haraldsson sem lagt hafa stund á karate hjá Aftureldingu um margra ára skeið.