Aðalfundur karatedeildar Aftureldingar verður haldinn þriðjudaginn, 3. mars, 2015, kl. 17:30-18:15 í íþróttahúsinu Varmá.
Unglingadómaranámskeið á morgun þriðjudag
Unglingadómaranámskeið verður haldið hjá Aftureldingu í Varmárskóla þriðjudaginn 24. febrúar kl. 18:00.
Góður árangur á Íslandsmeistaramóti barna og unglinga í kata 2015
Íslandsmeistaramót barna og unglinga í Kata fór fram í Smáranum, Kópavogi s.l. laugardag, 21. febrúar. Vaskur hópur barna og unglinga úr karatedeild Aftureldingar mætti til leiks. Keppendur voru alls um 110 í flokki unglinga og yfir 160 á barnamótinu.
Afturelding vann toppslaginn
Afturelding hafði betur gegn HK, 3:1, á Íslandsmóti kvenna í blaki en liðin áttust við í Fagralundi á föstudagskvöld.
Afturelding vann fyrstu hrinuna, 25:23, HK vann aðra hrinuna, 25:12 en Afturelding tryggði sér sigurinn með því vinna tvær síðustu hrinurnar, 25:12 og 25:14.
Stigahæstar hjá Aftureldingu:
Velina Apostolova 15 stig
Karen Björg Gunnarsdóttir 11 stig
Daníel Andri semur við Aftureldingu
Daníel Andri Baldursson hefur gengið frá félagsskiptum sínum til Aftureldingu og gert 2 ára samning við félagið.
Kristinn semur við Aftureldingu
Kristinn Jens Bjartmarsson hefur skrifað undir 2 ára samning við Aftureldingu og mun leika með liðinu í sumar
Íslandsmeistaramót unglinga og barna í kata á laugardag
íslandsmeistaramót unglinga og barna í kata fer fram laugardaginn 21. febrúar í Breiðablik, Smáranum í Kópavogi.
AFTURELDING – AKUREYRI Í DAG SUN KL 16:00
Strákarnir okkar taka á móti Akureyri í fyrsta leik 3 umferðar Olísdeildar Karla í dag kl 16:00. ALLIR Á VÖLLINN……..
Á toppnum.
Meistaraflokkur kvenna mætti KA aftur í KA heimilinu í dag. Leiknum lauk 3-0 fyrir Aftureldingu eins og leiknum í gær. Hrinurnar í dag fóru 25- 21, 25-19 og 25- 11.
Stigahæstar í dag voru Auður Anna Jónsdóttir með 16 stig og Fjóla Rut Svavarsdóttir með 9 stig. Í liðið KA var Birna Baldursdóttir með 10 stig og Alda “ okkar“ með 5 stig.
Stelpurnar eru nú á heimleið í roki og rigningu !
Afturelding er á toppi Mizunodeildarinnar með 45 stig.
Unglingamót í hópfimleikum
Unglingamót í hópfimleikum var haldið núna um helgina, 13.-15. febrúar hjá Íþróttafélaginu Gerplu í Kópavogi. M-1 hópurinn keppti þar í 4. flokki fyrir hönd fimleikadeildar Aftureldingar. Stelpurnar stóðu sig ótrúlega vel og hrepptu 2. sætið í dag í sínum flokki. Við erum yfir okkur stolt af þessum frábæru og flottu stelpum sem við eigum hjá deildinni og óskum þeim innilega …










