Tvær í landsliðshóp U 15 ára

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Erna Sóley Gunnarsdóttir og Þóra María Sigurjónsdóttir í æfingahóp U15 ára landsliðs kvenna.

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Stefán Arnarson landsliðsþjálfarar u-15 ára landsliðs kvenna hafa valið 34 manna æfingarhóp sem mun æfa helgina 20.-21. Desember nk.
Hópurinn mun svo æfa aftur í janúar en tímasetningar æfinga verða gefnar út í byrjun næstu viku.

Handknattleiksdeildin óskar þeim innilega til hamingju sem og góðs gengis.

Toppslagur að Varmá föstudag kl 19.

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding og HK mætast í toppslag í Mizunodeild kvenna n.k. föstudag. Leikurinn hefst kl 19. Fjölmennum til að hvetja stelpurnar okkar áfram. Afturelding hefur ekki tapað leik í vetur en HK tapað einum leik sem var á móti Aftureldingu fyrr í vetur. Reikna má með hörkuleik þessara liða á föstudag.

Jólafrí

Ungmennafélagið Afturelding

Í dag voru síðustu karatetímarnir fyrir jól. Kennsla hefst að nýju mánudaginn 5.janúar með byrjendanámskeiðum. Framhaldshópar byrja aftur þriðjudaginn 6.janúar.

Sigur og tap í kvöld hjá blakliðunum að Varmá.

Blakdeild AftureldingarBlak

Tveir leikir fóru fram í kvöld að Varmá. Karlaliðið tók á móti Fylki úr Árbænum og beið lægri hlut 2-3. Strax á eftir tóku stelpurnar á móti Stjörnunni úr Garðabæ og unnu þann leik 3-0