Selfoss sótti stigin þrjú

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Afturelding mætti Selfyssingum í þriðju umferð Pepsideildarinnar á þriðjudag og varð að sætta sig við ósigur.

Beltapróf 30. maí

Ungmennafélagið Afturelding

Föstudaginn 30. maí fer fram beltapróf í íþróttamiðstöðinni Varmá. Prófið fer fram bak við luktar dyr en verður gráðun/viðurkenningar afhentar í opinni athöfn.

Unnar Karl í U – 16 ára landlið karla

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Valið hefur verið í æfingahóp U 16 ára landslið karla.

Okkar strákur Unnar Karl Jónsson vinstri hornamaður er í þeim hóp og munu æfingar fara fram í Kaplakrika 29 – 31 maí næstkomandi.

Innilega til hamingju Unnar.

Gunnar Malmquist gengur til liðs við Aftureldingu.

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Gengið hefur verið frá samningi við Gunnar Malmquist.
Gunnar er vinstri hornamaður sem er uppalinn hjá Val en spilaði með Akureyri á síðasta tímabili, mjög öflugur varnarmaður, er í 20 ára landsliði Íslands og er því mjög góð viðbót við okkar unga lið.

Bjóðum Gunnar Malmquist hjartanlega velkominn í Mosfellsbæinn.

Einar Andri ráðin þjálfari meistaraflokk karla

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Einar Andri Einarsson hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks karla til þriggja ára. Einar tekur við af Konráð Olav Hatlemark sem hefur stýrt líðinu undanfarin tvö ár og þökkum við honum kærlega fyrir sem og góðs gengis.

Einar hefur síðustu 15 ár verið hjá FH bæði sem leikmaður og þjálfari.

Bjóðum Einar Andra hjartanlega velkominn í Mosfellsbæinn.