Afturelding tapaði í vítaspyrnukeppni

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Afturelding var betri aðilinn framan af leik og strax eftir 13 mínútur skoraði Alexander Aron Davorsson gott mark fyrir okkur. Leikmenn ÍR héldu sig hafa jafnað skömmu síðar en mark þeirra var dæmt ólöglegt og stóð því 1-0 í hálfleik. Eftir hlé náðu gestirnir betri tökum á leiknum og þeim tókst að jafna eftir um klukkutíma leik.

Þrátt fyrir nokkrar ágætar sóknir tókst hvorugu liðinu að bæta við marki í venjulegum leiktíma né í framlengingu og varð því að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar misnotuðu bæði lið tvær spyrnur af fyrstu fimm og hófst þá bráðabani þar sem ÍR hafði betur og fagnaði 5-4 sigri í vítakeppninni og 6-5 samtals.

Miðað við þennan leik má búast við harðri baráttu þessara liða í deildinni þegar þau mætast þar eftir rúman mánuð en lið ÍR virkar öflugt og má reikna með þeim í toppslagnum eins og spáð hefur verið.  

Lið Aftureldingar:
Hugi
Gunnar Andri – Einar – Birgir – Axel
Arnór Fannar (Birgir 57) – Andri – Magnús (Stefán 97)
Elvar Ingi – Elvar Freyr (Sigurpáll 70) – Alli