Íþróttamaður og Íþróttakona handknattleiksdeildar 2014

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Uppskeruhátíð Aftureldingar var haldin í dag. Íþróttamaður handknattleiksdeildar 2014 er Örn Ingi Bjarkason og íþróttakona handknattleiksdeildar 2014 er Hekla Daða en hún var einnig valin í fyrra.Hérna eru umsagnir. Örn Ingi Bjarkason er íþróttamaður handknattleiksdeildar árið 2014. Örn Ingi er fæddur árið 1990 og hefur æft handknattleik í 16 ár. Örn Ingi er mikill íþróttamaður, fjölhæfur leikmaður sem býr yfir …

Æfing fellur niður hjá leikskólahóp 1. nóv

Ungmennafélagið Afturelding

Laugardaginn 1. nóvember falla hefðbundnar æfingar niður hjá leikskólahópum. Í staðin er opið hús hjá fimleikadeildinni og bardagadeildum í nýja fimleika- og bardagahúsinu okkar. Sendur var tölvupóstur á foreldra allra barna í umræddum hóp í gær. Ef þið eruð ekki að fá tölvupósta frá okkur endilega látið okkur vita á fimleikar@afturelding.is Við hvetjum að sjálfsögðu alla úr leikskólahópunum að mæta …

Uppskeruhátíð og opið hús 1. nóvember

Ungmennafélagið Afturelding

Laugardaginn 1. nóvember er Uppskeruhátíð Aftureldingar í íþróttahúsinu Varmá. Kl. 10:00-11:30 Opið hús hjá Aftureldingu í nýja fimleika- og bardagahúsinu. Allir velkomnir í heimsókn að prófa og skoða í leiðinni húsið sem nú er komið í fulla notkun. Fulltrúar fimleikadeildar, karatedeildar og taekwondodeildar taka vel á móti gestum. Kl. 14:00 Uppskeruhátíð Aftureldingar fer fram í aðalsal íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá kl …

U17 ára landsliðin komin til Kettering

Blakdeild AftureldingarBlak

Unglingalandsliðin í blaki, U17 eru komin til Kettering í Englandi þar sem þau verða fram á mánudag. Mótið hefst annað kvöld og verður leikið föstudag, laugardag og sunnudag. Íslensku liðin héldu utan snemma í morgun og voru að koma til Kettering fyrir skömmu síðan. Ferðalagið gekk ágætlega en flogið var með Icelandair til Heathrow flugvallar og þaðan keyrt í tvo …