Dómaranámskeið verður haldið í tengslum við Vormót Ármanns. Bókleg kennsla fer fram þann 27. mars og verklega kennsla fer fram helgina 28. – 30. mars. Björn Valdimarsson og Jón Hjaltason sjá um námskeiðið. Nánari upplýsingar veitir : jon.hjaltason@vegagerdin.is eða dmt : dmtnefnd@gmail.com Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig á námskeiðið endilega sendið skráningar á : dmtnefnd@gmail.com
Aðalfundur Aftureldingar
Aðalfundur félagsins verður haldinn í Bókasafni Mosfellsbæjar fimmtudaginn 27. mars n.k.
Sara Lind og Kittý í U 16 ára landsliði kvenna
Afturelding á tvær stelpur í æfingahóp U-16 ára landsliðs kvenna. Það eru þær Sara Lind Stefánsdóttir og Kristín Arndís Ólafsdóttir( Kittý) Hópurinn mun æfa saman dagana 24.-30.mars. Þjálfarar eru Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar þeim innilega til hamingju sem og góðs gengis.
Ragnhildur Hjartardóttir í U 18 ára landslið kvenna
Ragnhildur Hjartardóttir hefur verið valin í æfingarhóp U 18 ára landslið kvenna. Hópurinn mun æfa saman dagana 24 – 30 mars. Þjálfarar eru Hilmar Guðlaugsson og Inga Fríða Tryggvadóttir Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Ragnhildi innilega til hamingju sem og góðs gengis.
Svandís framlengir hjá Aftureldingu
Svandís Ösp Long leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hefur framlengt samning sinn við félagið til tveggja ára.
Bikarveisla um helgina
Kvennalið Aftureldingar er komið í undanúrslit í bikarnum og mætir Þrótti Nes kl 14 á laugardag. Fjölmennum og hvetjum stelpurnar í Laugardalshöllinni.
Aðalfundur handknattleiksdeildar verður 20.mars.
Aðalfundur handknattleiksdeildar Aftureldingar verður haldin 20.mars 2014 kl 20:00 í Vallarhúsinu. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf1. Kosning fundarstjóra2. Kosning fundarritara3. Skýrsla stjórnar lögð fram4. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram5. Umræður um skýrslu stjórnar6. Umræður og atkvæðagreiðsla um reikninga7. Kosning formanns8. Kosning í meistaraflokksráð 9. Kosning í barna- og unglingaráð10. Önnur mál F.h handknattleiksdeildar Inga Lilja Lárusdóttir Formaður
Nýr verkefnastjóri
Ester Sveinbjarnardóttir er nýráðin starfsmaður skrifstofu Aftureldingar. Ester er með verslunarpróf frá MÍ, Iðnrekstrarfræðingur frá TÍ, BS í viðskiptafræði frá HR og alþjóðamarkaðsfræðum frá THÍ. Ester hefur einnig verið í meistaranámi í skattarétti frá lögfræðideild Háskólanum á Bifröst. Ester hefur mikla reynslu í bókfærslu, launakeyrslum, uppgjöri og fjárhagsáætlanagerð. Ester er ráðin í stað Konráðs Olavssonar sem verið hefur verkefndastjóri hjá …
Bikarhelgi – miðasala
Bikarhelgi í Laugardalshöll – Undanúrslit á laugardag þar sem kvennalið Aftureldingar mætir Þrótti Nes kl 14.
Úrslit spiluð á sunnudag kl 13 konur og 15 karlar í beinni á RÚV.
Kristín verður áfram hjá Aftureldingu
Kristín Tryggvadóttir leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hefur framlengt samning sinn við félagið til tveggja ára.