Ófært frá Eyjum

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Leikur hjá meistaraflokki kvenna Afturelding – ÍBV er frestað vegna veður.

Leikurinn er settur á morgun sunnudaginn 13.október kl 13:30
Mætum öll á völlin og hvetjum stelpurnar okkar áfram.

Áfram Afturelding

Afturelding tapaði í kvöld 1-3 fyrir Þrótti Nes

Blakdeild Aftureldingar Blak

Lið Aftureldingar og Þróttar Nes áttust við í Mikasadeild karla í blaki í kvöld að Varmá. Leikurinn var jafn og skemmtilegur og lauk með sigri Þróttar 3-1. Þróttur Nes vann fyrstu tvær hrinurnar 22-25 og 22-25. Lið Aftureldingar náði að minnka muninn með því að vinna þriðju hrinu 25-21. Þróttur Nes tryggði sér svo sigur í fjórðu hrinu, sem vannst 22-25.

Afturelding – Þróttur Nes föstudag kl 19

Blakdeild Aftureldingar Blak

Mikil blakhelgi er framundan að Varmá. Á föstudag tekur karlalið Aftureldingar í Mikasadeildinni á móti Þrótti Nes kl 19, sá leikur verður sýndur beint á sporttv.is. Liðin mætast síðan aftur kl 13 á laugardag að Varmá.

Nýjar tímatöflur frá 9. okt. 2013

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Tímatöflur í sali íþróttahúsa hafa tekið smávægilegum breytingum frá því í september. Ný tímatafla tók gildi miðvikudaginn 9. okt. s.l. Hér má nálagst allar tímatöflunar á einum stað. Einnig má finna hér nýja töflu fyrir knattspyrnuæfingar úti og inni. Minnum á að leikir yngri flokka eru nú að koma inn á viðburðardagatalið góða hér á síðunni. Verum dugleg að æfa.  Sjá heildartímatöflu sala …

3-0 sigur á Stjörnunni í kvöld

Blakdeild Aftureldingar Blak

Kvennalið Aftureldingar gerði góða ferð í Garðabæinn í kvöld þar sem þær unnu lið Stjörnunnar – 0-3 (15-25, 20-25, 17-25). Við óskum stelpunum til hamingju með sigurinn.

Afturelding með fullt hús í 1. deildinni

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Afturelding sigraði ÍH með eins marks mun i N1 höllinni á föstudag.Leikurinn var í járnum  fyrstu 15 mínúturnar en þá tóku heimamenn góðan kipp og leiddu með 5 marka mun í hálfleik 14-9Seinni hálfleikur var rólegur og forskot Aftureldingar var lengst af 4-5 mörk.Á lokakafla leiksins duttu leikmenn Aftureldingar í kæruleysi og gerðu mörg mistök og gengu ÍH menn á …