Vika í Pepsi deildina !

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Nú er aðeins vika í að keppni í Pepsideild kvenna í knattspyrnu fari af stað en þá hefst sjötta ár stelpnanna okkar í deild þeirra bestu

Besti frelsinginn og efnilegasti leikmaðurinn í Mikasadeild kvenna.

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak, Fréttir

Blaksamband Íslands hélt árs og uppskeruhátíð sína á föstudag.

Tveir leikmenn kvennaliðs Aftureldingar voru verðlaunaðir á hófinu.

Kristina Apostolova var valin besti frelsinginn (libero) í Mikasadeild kvenna 2012-2013 og Thelma Dögg Grétarsdóttir valin efnilegasti leikmaðurinn í deildinni.

Blakdeild Aftureldingar óskar stelpurnum innilega til hamingju með árangurinn og verður gaman að fylgjast með þessum ungu og efnilegu leikmönnum á næstu leiktíð.

Þrír nýir svartbeltarar hjá karatedeild Aftureldingar

Karatedeild Aftureldingar Karate

Laugardaginn 6. apríl bættust við 3 nýir svartbeltarar hjá karatedeild Aftureldingar. Sensei Steven Morris, 7. dan, var með æfingabúðir hjá deildinni og karatedeild Fjölnis og gráðaði hann nokkra iðkendur úr báðum deildum.