AFTURELDING ÍSLANDSMEISTARAR KVENNA Í BLAKI

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Stelpurnar okkar spiluðu hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn við HK í dag. Fyrsta leikinn tóku HK stúlkur nokkuð örugglega og gátu með sigri að Varmá s.l. þriðjudag hampað titlinum en vinna þurfti 2 leiki. Aftureldingarstúlkur voru ekki til í það og sigruðu annan leikinn mjög örugglega og tryggðu sér oddaleik sem þær mættu í eins og sá sem valdið hafði og …

Stelpurnar okkar spiluðu frábæralega í kvöld – Hreinn úrslitaleikur á laugardaginn

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Stelpurnar okkar voru með bakið upp við vegg og urðu að vinna annan leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki í kvöld. Þær töpuðu fyrri leiknum en vinna þarf tvo leiki til að hampa þeim stóra.  Það var ljóst frá byrjun að þær ætluðu ekki að leyfa HK að hampa bikarnum á okkar heimavelli og unnu sannfærandi sigur 3-1 þar sem …

Íslandsmeistaramót barna

Karatedeild Aftureldingar Karate

Íslandsmeistaramót barna í kata 6-11 ára var haldið sunnudaginn 16. maí 2021 í Smáranum í Kópavogi. Karatedeild Aftureldingar var með sex keppendur á mótinu auk eins hópkataliðs. Tvö ár hafa liðið frá síðasta móti fyrir þennan aldurshóp og því voru sumir mjög óöruggir auk þess sem aðrir voru að keppa í fyrsta sinn. Því var það mikill sigur að taka …

Oddný Íslandsmeistari 🏆👊🥋

Karatedeild Aftureldingar Karate

Íslandsmeistaramót unglinga 12-17 ára var haldið laugardaginn 15. maí 2021 í Smáranum í Kópavogi. Karatedeild Aftureldingar var með tvo keppendur á mótinu, þau Oddnýju og Gunnar en þau kepptu bæði í elsta flokkinum, 16-17 ára. Úrslit mótsins má nálgast hér. Oddný Íslandsmeistari 16-17 ára stúlkna Oddný vann 16-17 ára flokkinn nokkuð örugglega annað árið í röð. Hún lýkur því keppni …

Afturelding er komin í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í blaki

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Stelpurnar okkar tóku á móti KA að Varmá í hreinum úrslitaleik um það hvort liðið kæmist í úrslitaleikina á móti HK sem hafði unnið Þrótt Nes 2-0 í undanúrslitunum. Okkar stelpur komu mjög ákveðnar til leiks og sýndu það að þær ætluðu í úrlitakeppnina og unnu mjög sannfærandi sigur 3-1. Stigahæst var Thelma Dögg Grétarsdóttir með 24 stig og María …

Svarta beltið

Karatedeild Aftureldingar Karate

Þann 9. maí 2021 var loksins hægt að halda gráðun fyrir svartbeltara – ári á eftir áætlun. Gráðunin er ekki endanleg en staðfesta þarf hana hjá sensei Steven Morris þegar ferðalög án takmarkana verða möguleg. Þrír tóku gráðuna nidan (2. dan), tveir staðfestu gráðuna shodan (1. dan) og einn fékk fyrsta svarta beltið – shodan ho. Á myndinni má sjá …

Framtíðarhópur landsliða

Ungmennafélagið Afturelding Sund

Æfingardagur framtíðarhóps landsliða fór fram laugardaginn 8. maí.  41 þátttakendur frá 9 liðum tókum þátt í deginum. Afturelding átti þar einn þátttakanda,  Ásdísi Gunnarasdóttur. Þátttakendur fóru á tvo fyrirlestra.  Fyrri fyrirlesturinn var um næringu og sá seinni um allskynns landsliðsmál. Þegar því var lokið fóru þau á 5 km sundæfingu í Laugardalslaug, eftir það var svo farið í keilu. Veitt …

Síðasti leikur í Grill66 deildinni

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Stelpurnar í Aftureldingu taka á móti Víking stelpum í sínum síðasta handboltaleik vetrarins, þá kveðja þær Grill66 deildina heima að Varmá. En þær hafa unnið sér sæti í Olís deildinni í haust. Leikurinn fer fram föstudaginn 7. maí kl 19.30. Miðasala fer fram á Stubb.  Leikurinn verður einnig sýndur á YouTube rás Aftureldingar:  AftureldingTV.

Fyrsti leikur í Lengjudeild kvk

Ungmennafélagið Afturelding Knattspyrna

Stelpurnar spila sinn fyrsta leik sumarsins í Lengjudeildinni í kvöld. Þær taka á móti nýliðum deildarinnar Grindavík á okkar heimavelli, Fagverksvelli. Leikurinn hefst kl. 19.15 Miðasala fer eingöngu fram í Stubb – sem er miðasöluapp sem við hvetjum allt íþróttaáhugafólk að sækja sér. Við hvetjum alla til að kíkja á völlinn í kvöld Áfram Afturelding  

Afturelding með sigur í háspennuleik að Varmá

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Stelpurnar okkar tóku á móti KA í fyrsta leiknum í undanúrslitakeppni Íslandsmótsins í blaki að Varmá í kvöld í rúmlega  tveggja klukkustunda leik.  Afturelding vann örugglega fyrstu hrinuna en tapaði næstu tveimur mjög illa. Þær snéru leiknum við í 4.hrinu og náðu sér í oddahrinu. Hún byrjaði ekki vel og komust KA stúlkur í 9-3.  Aftureldingarstúlkurnar sýndu þvílíka baráttu og …