Æfingar hjá karatedeild Aftureldingar hefjast þriðjudaginn 4. janúar 2022 Æfingar framhaldshópa hefjast þriðjudaginn 4. janúar 2022 Æfingar byrjenda hefjast miðvikudaginn 5. janúar 2022 Þeir sem hafa ekki skráð sig á vorönn þurfa að gera það sem fyrst. Nýjir iðkendur eru boðnir velkomnir, fjórir prufutímar í boði og þegar æfingagjöld eru greidd fær iðkandinn nýjan karategalla! Sjá tímatöflu hér. Skráning fer …
Jólakveðja
Skrifstofa Aftureldingar verður í jólafríi þann 23. desember.
Afturelding með þrjár í úrvalsliðinu.
. Afturelding á þrjá leikmenn í úrvalsliði fyrri hluta leiktíðarinnar kvennamegi og eru það þær: Thelma Dögg Grétarsdóttir sem besti díóinn, María Rún Karlsdóttir sem annar af bestu kantsmössurum í liðinu og Luz Medina sem besti uppspilarinn. Frábærir leikmenn þarna á ferðinni og óskum við þeim til hamingu með valið.
Styrktu Aftureldingu og fáðu skattaafslátt í leiðinni!!
Með nýjum lögum samþykkt 1. nóvember geta einstaklingar nú styrkt Aftureldingu um allt að 350.000 krónum en að lágmarki 10.000 krónur á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum. Svona er ferlið: Þú millifærir upphæð að eigin vali að lágmarki kr. 10.000 inn á reikning Aftureldingar: 0528-14-404617, kt. …
Bókin Íslensk knattspyrna 2021 eftir Víði Sigurðsson
Bókin Íslensk knattspyrna 2021 eftir Víði Sigurðsson er komin út hjá Sögum útgáfu en þetta er 41. árið í röð sem þetta ársrit um fótboltann á Íslandi er gefið út. Bókin er 272 blaðsíður í stóru broti og fjallað er ítarlega um allt sem gerðist í íslenskum fótbolta á árinu 2021. Landsleikir, Evrópuleikir, Íslandsmótið í öllum deildum, bikarkeppnin, yngri flokkarnir, …
Sunna Rós og Magni valin í U17 og U18
Búið er að velja lokahópa U17 og U18 ára landsliða Íslands í blaki. Liðin halda til Danmerkur og taka þátt í undankeppni EM þann 16. desember og koma heim þann 20.desember. Blakdeild Aftureldingar á fulltrúa í báðum liðum því Sunna Rós Sigurjónsdóttir fer með U17 stúlkna á mótið og Magni Þórhallsson fer með U18 pilta landsliðinu. Við óskum þeim innilega …
Íslandsmeistaramót í 25 metra laug
Íslandsmeistarmót í 25 metra laug (ÍM25) fór fram um helgina. Afturelding var með fimm keppendur á mótinu. Tvær stelpur og þrjá stráka. Keppt er í undanrásum á morgnana og úrslitum um kvöldið. Ásdís Gunnarsdóttir (2008) keppti í 50m. bak og 50m. skrið á föstudaginn, var við sinn besta tíma í 50m. bak en bætti sig um meira en sekundu í …
Áhorfendur á leikjum – könnun
Nemandi við Háskólann á Bifröst er að vinna að Bc.s ritgerð sína og er markmiðið með ritgerðinni að komast að því hvað handboltaliðin á Íslandi geta gert til að fjölga áhorfendum á handboltaleikjum. Við hjá Aftureldingu viljum endilega leggja okkar að mörkum og hvetjum alla til þess að svara þessari könnun. https://forms.gle/K9MmfYJDEbfX3Hog9
Á leið á EM í Portúgal
Helgina 19-21. nóvember fer fram Evrópumeistaramót Taekwondo í Poomsae (formum) í Portúgal. Landsliðsþjálfari Íslands, Lisa Lents, hefur valið fimm keppendur til að fara á mótið og af þeim eru tveir frá Aftureldingu. Það eru þær Ásthildur Emma Ingileifardóttir og María Guðrún Sveinbjörnsdóttir, þær keppa báðar í einstaklings poomsae. Við óskum þeim innilega til hamingju með valið og hlökkum til að …