Karate byrjar 2022! 👊🥋

Karatedeild AftureldingarKarate

Æfingar hjá karatedeild Aftureldingar hefjast þriðjudaginn 4. janúar 2022   Æfingar framhaldshópa hefjast þriðjudaginn 4. janúar 2022 Æfingar byrjenda hefjast miðvikudaginn 5. janúar 2022 Þeir sem hafa ekki skráð sig á vorönn þurfa að gera það sem fyrst. Nýjir iðkendur eru boðnir velkomnir, fjórir prufutímar í boði og þegar æfingagjöld eru greidd fær iðkandinn nýjan karategalla! Sjá tímatöflu hér. Skráning fer …

Jólakveðja

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Skrifstofa Aftureldingar verður í jólafríi þann 23. desember.

Afturelding með þrjár í úrvalsliðinu.

Blakdeild AftureldingarBlak

. Afturelding á þrjá leikmenn í úrvalsliði fyrri hluta leiktíðarinnar kvennamegi og eru það þær: Thelma Dögg Grétarsdóttir sem besti díóinn, María Rún Karlsdóttir sem annar af bestu kantsmössurum í liðinu og Luz Medina sem besti uppspilarinn. Frábærir leikmenn þarna á ferðinni og óskum við þeim til hamingu með valið.  

Styrktu Aftureldingu og fáðu skattaafslátt í leiðinni!!

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Með nýjum lögum samþykkt 1. nóvember geta einstaklingar nú styrkt Aftureldingu um allt að 350.000 krónum en að lágmarki 10.000 krónur á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skattstofni allt að 1,5% af rekstrartekjum. Svona er ferlið: Þú millifærir upphæð að eigin vali að lágmarki kr. 10.000 inn á reikning Aftureldingar: 0528-14-404617, kt. …

Bókin Íslensk knattspyrna 2021 eftir Víði Sigurðsson

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Bókin Íslensk knattspyrna 2021 eftir Víði Sigurðsson er komin út hjá Sögum útgáfu en þetta er 41. árið í röð sem þetta ársrit um fótboltann á Íslandi er gefið út. Bókin er 272 blaðsíður í stóru broti og fjallað er ítarlega um allt sem gerðist í íslenskum fótbolta á árinu 2021. Landsleikir, Evrópuleikir, Íslandsmótið í öllum deildum, bikarkeppnin, yngri flokkarnir, …

Sunna Rós og Magni valin í U17 og U18

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Búið er að velja lokahópa U17 og U18 ára landsliða Íslands í blaki. Liðin halda til Danmerkur og taka þátt í undankeppni EM þann 16. desember og koma heim þann 20.desember.  Blakdeild Aftureldingar á fulltrúa í báðum liðum því Sunna Rós Sigurjónsdóttir fer með U17 stúlkna á mótið og Magni Þórhallsson fer með U18 pilta landsliðinu. Við óskum þeim innilega …

Íslandsmeistaramót í 25 metra laug

Ungmennafélagið AftureldingSund

Íslandsmeistarmót í 25 metra laug (ÍM25) fór fram um helgina. Afturelding var með fimm keppendur á mótinu. Tvær stelpur og þrjá stráka. Keppt er í undanrásum á morgnana og úrslitum um kvöldið. Ásdís Gunnarsdóttir (2008) keppti í 50m. bak og 50m. skrið á föstudaginn, var við sinn besta tíma í 50m. bak en bætti sig um meira en sekundu í …

Áhorfendur á leikjum – könnun

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Nemandi við Háskólann á Bifröst er að vinna að Bc.s ritgerð sína og er markmiðið með ritgerðinni að komast að því hvað handboltaliðin á Íslandi geta gert til að fjölga áhorfendum á handboltaleikjum. Við hjá Aftureldingu viljum endilega leggja okkar að mörkum og hvetjum alla til þess að svara þessari könnun. https://forms.gle/K9MmfYJDEbfX3Hog9

Á leið á EM í Portúgal

TaekwondoTaekwondo

Helgina 19-21. nóvember fer fram Evrópumeistaramót Taekwondo í Poomsae (formum) í Portúgal. Landsliðsþjálfari Íslands, Lisa Lents, hefur valið fimm keppendur til að fara á mótið og af þeim eru tveir frá Aftureldingu. Það eru þær Ásthildur Emma Ingileifardóttir og María Guðrún Sveinbjörnsdóttir, þær keppa báðar í einstaklings poomsae. Við óskum þeim innilega til hamingju með valið og hlökkum til að …