Gk mótinu er skipt upp í yngri flokka og eldri flokka. Yngri flokka mótið fór fram 7.-9. febrúar á meðan eldra mótið fór fram 28. febrúar til 2. mars. Fimleikadeild aftureldingar var með langflesta skráða á mótið í yngri flokkum og er stærsta fimleikadeild íslands þegar kemur að hópfimleikum yngri flokka. Þrátt fyrir fordæmalausan fjölda þátttakenda á mótum þá er …
BIKARVEISLA Í VIKUNNI
Blakdeild Aftureldingar er með bæði karla-og kvennalið sín í FINAL4 í Kjörísbikarnum í blaki. Hátíðin hefst á fimmtudaginn og drógust bæði liðin á móti KA og spila strákarnir á fimmtudaginn kl 19:30 og stelpurnar á föstudaginn kl 17:00. FINAL4 helgin er spiluð í Digranesi og miðasala á Stubb appinu. Aftureldingarfólk er hvatt til að mæta og styðja liðin í undanúrslitaleikjunum …
Styrkir til efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ 2025
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir yfir sumartímann. Öll ungmenni á aldrinum 16-20 ára, (f. 2005, 2006, 2007 og 2008) með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og/eða hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn. Markmið styrksins er meðal annars …
Frjálsíþróttasamband Íslands heimsækir Frjálsíþróttadeild Aftureldingar
Við í Frjálsíþróttadeildinni fengum skemmtilega heimsókn frá fulltrúum FRÍ nú nýlega. Hér er umfjöllun um starfið á vef FRÍ: https://fri.is/kynnumst-frjalsithrottastarfi-landsins-uppbygging-i-mosfellsbae/
Afturelding í 3. sæti í EYBL keppninni í Valmiera Lettlandi
10. flokkur Aftureldingar, strákar fæddir 2009, hélt til Lettalands í byrjun febrúar þar sem þeir léku í Evrópudeild yngri félagsliða, EYBL keppninni (European Youth Basketball League). EYBL keppnin hefur verið haldin árlega síðustu 28 ár og er keppninni skipt upp í norður og suður deild og mismunandi aldurshópa U13, U15 , U16 , U17 og U20. Stjarnan sendi lið til …
Handbolti yngri flokkar 12. febrúar
5. flokkur og yngri 5. flokkur kvenna eldra ár Frábær helgi að baki á Akureyri á móti hjá Þór/KA þar sem stelpurnar bættu helling við reynslubankann – bæði utan vallar sem innan. Stelpurnar eru búnar að standa sig með prýði, æfa sig helling í liðsheild og að fagna bæði sínum eigin sigrum og framförum inni á vellinum – sem og …
Handbolti yngri flokkar 11. febrúar
Hæfileikamótun HSÍ fyrir 2011 árganginn fer fram helgina 14. til 16. febrúar . Afturelding á þar fimm leikmenn eða Emmu Guðrúnu Ólafsdóttur, Erna Karenu Hilmarsdóttir, Söru Katrínu Reynisdóttir , Natan Nóel Vignisson og Alex Þór Sveinsson. Markmið Hæfileikamótunar HSÍ er fyrst og fremst að fylgjast með yngri leikmönnum félaganna og fjölga þeim iðkendum sem fylgst er með á landsvísu, veita …
77-74 og annar sigur strákanna staðreynd eftir rafmagnaðar lokasekundur í dag á EYBL
Strákarnir ætluðu svo sannarlega að mæta með háa orku í leik dagsins er þeir mættu liði frá Ungverjalandi, Zsiros Academy. Þeir byrjuðu leikinn af miklum krafti komust í 10-2 og 16-6 þegar Ungverjarnir vöknuðu til lífsins og vissu ekki hvaðan á sér stóð veðrið. Strákarnir að spila vel og höfðu greinilega farið vel yfir það sem miður fór í gær. …
Tap fyrir spræku liði Ezerzeme í öðrum leik liðsins á EYBL
Strákarnir í 10.flokk léku sinn annan leik í Evrópudeild Yngri félagsliða (EYBL) í dag þar sem þeir lutu í lægra haldi fyrir ansi spræku og léttleikandi liði Ezerzeme frá Lettlandi. Leikurinn var allur í járnum og leiddu Lettarnir með 1 stigi eftir fyrsta leikhluta 20-19. Sami barningur var inn í annan leikhluta þar sem bæði lið skiptust á góðum köflum …
Handbolti Yngri flokkar 6. febrúar
Nú er lota þrjú að hefjast hjá 4. og 3. flokki karla en stelpurnar í 3. flokki kvenna enn að klára lotu 2 og síðasta helgi hjá 5. flokk og yngri í mótaröð 3. Sjá stöðu liðanna og mót framundan hjá þeim yngri. 3. flokkur kvenna Er búinn með þrjá leiki og eiga tvo eftir. Veður hefur komið í veg …










