Grindvíkingar velkomnir!

Ungmennafélagið Afturelding Óflokkað

Afturelding sendir Grindvíkingum hlýja strauma á þessum erfiðu tímum og í leiðinni bjóða iðkendum yngri flokka Grindvíkinga að kíkja á æfingar hjá félaginu endurgjaldslaust á meðan þessum erfiðu tímum stendur. Æfingatöflur yngri flokka í öllum okkar greinum er að finna á heimasíðunni okkar. undir hverri deild fyrir sig. Áfram Grindavik barrátkveðjur til ykkar allra !

Blakarar á ferð og flugi um helgina

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Íslandsmót neðri deilda í blaki var haldið vítt og breitt um landið um liðna helgi.  Spilað var í deildum 2-6 hjá konum og í deildum 2 og 3 hjá körlum. Afturelding er með lið í 2.deild kvk, 3 lið í 4.deild kvk og unglingalið í 5.deild kvk.  Einnig erum við með unglingalið í 2.deild karla og karlalið í 3.deild karla. …

Hefur þú gaman af körfubolta?

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar Afturelding, Körfubolti

Finnst þér skemmtilegt að horfa á eða fylgjast með boltanum en værir alveg til í að prófa þessa frábæru íþrótt og veist alls ekki hvar þú ættir að koma og prófa? Þá erum við í Aftureldingu einmitt staðurinn fyrir þig því að á þriðjudagskvöldum frá kl 20.30 í íþróttahúsinu við Lágafellslaug erum við með körfuboltaæfingar fyrir 16+ aldur. Hvort sem …

Karate

Íslandsmeistaramót í kumite – Telma Rut með tvö slifur

Karatedeild Aftureldingar Karate

Íslandsmeistaramót fullorðinna í kumite var haldið sunnudaginn 5. nóvember 2023. Telma Rut Frímannsdóttir tók fram keppnisgallann eftir fjögurra ára hlé og keppti bæði í +61 lg flokki og opnum flokki. Telma gerði sér lítið fyrir og náði öðru sæti í báðum flokkum! Þess má geta að Telma hefur unnið 20 titla á keppnisferli sínum í karate. Frábær íþróttamaður og fyrirmynd …

Syndum

Sunddeild Aftureldingar Sund

Sunddeild Aftureldingar tekur þátt í syndum átaki ÍSÍ og SSÍ nú í nóvember. Markmiðið er að synda lengra en við syntum fyrir tveimur árum eða 720 km. Eftir fyrstu vikuna erum við kominn upp í 105 km. Það geta allir tekið þátt inn á syndum.is og skráð sig til leiks. Hvetjum sem flesta til að vera með!

Fulltrúar Aftureldingar í U landsliðum Íslands

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Íslensku landsliðin í U17 og  U19 landsliðum hafa verið á faraldsfæti undanfarnar vikur. U17 spiluððu á NEVZA mótinu sem haldið var í Danmörku um miðjan október.  Þar átti Afturelding fulltrúa í kvennaliðinu í Sunnu Rós Sigurjónsdóttur og aðstoðarþjálfari liðsins var Thelma Dögg Grétarsdóttir. Bæði liðin náðu 5.sæti á mótinu eftir sigur á Færeyjum í síðustu leikjum liðanna. Í síðustu viku …

Starfsdagur þjálfara Aftureldingar

Ungmennafélagið Afturelding Óflokkað

Starfsdagur Þjálfara Aftureldingar verður haldinn í Hlégarði þriðjudaginn 31.október frá kl 6-9. Nauðsynlegir fyrirlestrar sem að þjálfararnir okkar þurfa að mæta á og því munu allar æfingar falla niður á þeim tíma. Áfram Afturelding

Skráning í fullum gangi á sundnámskeið

Sunddeild Aftureldingar Sund

Skráning er í fullum gangi á sundnámskeið fyrir börn fædd 2018-2019. Æfingar fara fram í Lágafellslaug á þriðjudögum og miðvikudögum Þriðjudögum Fjör í vatni 2. stig (2018) fyrri hópur frá 16:50-17:20 Fjör í vatni 2. stig (2018) seinni hópur frá 17:30-18:00 Miðvikudögum Fjör í vatni 1. stig (2018-2019) frá 16:20-16:50 Fjör í vatni 2. stig (2019) frá 17:00-17:30 Námskeiðið hefst …

Æfingardagur Silfur og Gullhóps

Sunddeild Aftureldingar Sund

Æfingardagur Silfur og Gullhóps fór fram á laugardaginn. Farið var í Ásvallalaug í Hafnarfirði sem er ein flottasta æfingaraðstaða landsins. Syntar voru tvær sundæfingar og farið var í ratleik um svæðið úti á milli æfinga. Ég vil þakka SH fyrir að leyfa okkur að koma til sín Einnig áttum við eina sundkonu á Ármannsmótinu um helgina og stóð hún sig …

Villý heiðruð, hefur spilað 300 leiki fyrir Aftureldingu ♥GOAT ♥

Blakdeild Aftureldingar Afturelding, Blak

Fyrir leik Aftureldingar og Þróttar Reykjavíkur í blaki í gærkvöldi var Velina Apostolova heiðruð. Villý okkar kom til Aftureldingar þegar Blakdeildin ákvað að tefla fram kvennaliði í efstu deild haustið 2011. Með henni komu foreldrar hennar, Apostol  sem var þjálfari liðsins, móðir hennar, Miglena sem þjálfaði yngri iðkendur deildarinnar og yngri systir hennar Kristina sem spilaði lengi sem frelsingi liðsins. …